Skákdagurinn er í dag

Skákdagurinn er í dag, 26. janúar, en hann er haldinn á afmælisdegi Friðriks Ólafssonar, fyrsta Íslenska stórmeistarans. Skákfélag Sauðárkróks þjófstartaði og hóf atskákmót sitt þann 24. þar sem tefldar voru þrjár fyrstu umferðirnar af fimm.

Áætla er að mótinu ljúki með tveimur síðustu umferðunum þann 31. janúar nk. Á heimasíðu Skákfélagsins segir að þátttakendur séu fimm og því situr einn hjá í hverri umferð og staðan í mótinu nokkuð óljós af þeim sökum.

Skákfélagið hvetur alla til að taka fram taflið, eða sækja í tölvuna eða símann, og æfa sig í tilefni skákdagsins.

Annars eru æfingar hjá Skákfélagi Sauðárkróks öllum opnar og hefjast kl. 20 á miðvikudögum, í Safnaðarheimilinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir