Íþróttir

Þrír krakkar ur Húnaþingi vestra á úrtaksæfingu fyrir U15 í fótbolta

Á heimasíðu Grunnskóla Húnþings vestra er sagt frá því að þau Ásdís Aþena Magnúsdóttir, Hilmir Rafn Mikaelsson og Sveinn Atli Pétursson, sem öll eru nemendur í 9. bekk skólans, hafi farið á úrtaksæfingu fyrir U15 landslið í fótbolta helgina 27. og 28. október. Var ein æfing haldin hvorn daginn þar sem þjálfarar fylgdust með þeim. Æfingarnar voru kynjaskiptar og sóttu þær 18 ungmenni af hvoru kyni.
Meira

Lið Njarðvíkur lagði Stólastúlkur

Kvennalið Tindastóls spilaði við lið Njarðvíkur fyrir sunnan í gær. Þetta var fjórði leikur Stólastúlkna í 1. deildinni en síðast lögðu þær ÍR í Síkinu. Þær byrjuðu leikinn vel í gær en heimastúlkur náðu yfirhöndinni fljótlega og náðu síðan upp góðu forskoti í þriðja leikhluta. Það náðu stelpurnar ekki að brúa og lokatölur 88-70.
Meira

Reynismenn reyndust lítil fyrirstaða

Lið Tindastóls fór örugglega áfram í Geysisbikarnum í dag þegar þeir mættu liði Reynis í Sandgerði sem spilar í vetur í 2. deildinni. Eftir svekkelsi í Vesturbænum í gærkvöldi þá mættu Tindastólsmenn einbeittir til leiks með það að markmiði að sýna leiknum og andstæðingnum fulla virðingu með því leggja sig alla fram. Lokatölur voru 26-100 fyrir Tindastól.
Meira

Stóllinn að fara í dreifingu

Síðustu vikur hefur verið unnið að útgáfu kynningarblaðs fyrir Körfuknattleiksdeild Tindastóls og er nú verið að ljúka prentun og frágangi. Verður blaðinu, sem kallast Stóllinn, dreift í Skagafirði í næstu viku og jafnvel víðar. Um veglegt blað er að ræða þar sem m.a. má finna kynningar á leikmönnum karla- og kvennaliða félagsins.
Meira

Lengi lifir í gömlum glæðum

Það var hart barist þegar KR og Tindastóll mættust í DHL-höllinni í kvöld. Stólarnir voru eina taplausa liðið í Dominos-deildinni en Íslandsmeistararnir komu ákveðnir til leiks og ætluðu augljóslega ekki að láta Stólana komast upp með einhverja sirkustakta í sínu húsi. Það reyndist Tindastólsmönnum þungt í skauti að Urald King og Viðar voru snöggir að koma sér í villuvandræði. Ekki hjálpaði til að hinn háaldraði Jón Arnór Stefánsson gaf árunum og slitnum löppum langt nef og hreinlega vann leikinn fyrir Vesturbæinga. Lokatölur voru 93-86 eftir spennandi lokamínútur.
Meira

Alawoya leysir King af í körfuboltanum

Urald King, leikmaður meistaraflokks Tindastóls í körfubolta, hefur óskað eftir því að fá frí frá æfingum og keppni til að vera viðstaddur fæðingu barns síns. King mun halda til Bandaríkjanna í nóvember og kemur aftur til liðsins eftir jól. Körfuknattleiksdeildin hefur gengið frá samningum við P.J. Alawyoa um að leika með liðinu á meðan King er í leyfi.
Meira

Unglingaráð knattspyrnudeildar Tindastóls að veruleika

Á heimasíðu UMF Tindastóls segir að undanfarna mánuði hafi verið í gangi vinna við stofnun unglingráðs og skilgreiningu verkefna þess hjá knattspyrnudeildinni og hafa þau Írisi Ósk Elefsen og Guðmund Helga Gíslason verið fengin til starfa.
Meira

Fyrstu stig Stólastúlkna komin í hús eftir sigur á ÍR

Lið Tindastóls og ÍR mættust í Síkinu í dag í 1. deild kvenna. Bæði lið voru án sigurs það sem af var móti og baráttan var í algleymingi í leiknum en körfuboltinn var sjaldnast fagur á að horfa að þessu sinni. Lið Tindastóls var sterkari aðilinn og frábær vörn í þriðja leikhluta varð til þess að lið ÍR átti lítinn séns á sigri og fór svo að Stólastúlkur fögnuðu sætum sigri. Lokatölur 61-49.
Meira

Pétur er nú alveg sæmilegur

Það var skellt í almennilega veislu í Síkinu í kvöld þegar Njarðvíkingar komu í heimsókn. Fyrstu tvær mínútur leiksins litu gestirnir nokkuð vel út en næstu 25 mínúturnar þar á eftir léku Stólarnir líkt og töframenn og þar fór Pétur Birgis fremstur í sprækum flokki listamanna. Fjórði leikhlutinn var formsatriði og lið Tindastóls fagnaði frábærum sigri í þessum leik toppliða Dominos-deildarinnar. Lokatölur 95-73 og Stólarnir eru nú einir og enn taplausir á toppi deildarinnar.
Meira

Haukarnir voru sýnd veiði en ekki gefin

Tindastóll og Haukar mættust í Síkinu í kvöld í 3. umferð Dominos-deildarinnar. Venju samkvæmt mættu Ívar Ásgríms og undirsátar grjótharðir til leiks og gáfu Stólunum leik en frábær vörn Tindastóls í þriðja leikhluta gaf þægilegar körfur og heimamenn komu sér í frábæra stöðu sem gestirnir náðu ekki að vinna á. Lokatölur 79-61.
Meira