Íþróttir

Guðni þjálfar áfram og nokkrir leikmenn semja

Fyrir skömmu skrifuðu nokkrar heimastúlkur undir nýja samninga við knattspyrnudeild Tindastóls. Þær Bergljót Ásta Pétursdóttir, Eyvör Pálsdóttir og Krista Sól Nielsen skrifuðu allar undir sinn fyrsta samning á ferlinum. Þá framlengdu þær Guðrún Jenný Ágústssdóttir, Birna María Sigurðardóttir, María Dögg Jóhannesdóttir og Anna Margrét Hörpudóttir samninga sína.
Meira

Landsmótið verður aftur í júlí 2020

Stjórn UMFÍ hefur ákveðið að Landsmótið verði haldið á nýjan leik í júlí árið 2020. Það felur í sér að í upphafi árs 2019 verður skipuð nefnd sem mun hefja undirbúning Landsmótsins sem er á meðal umfangsmestu viðburða Ungmennafélags Íslands. Á heimasíðu UMFÍ segir að mikil ánægja hafi verið með mótið sem haldið var á Sauðárkróki í sumar. Á meðal þess sem nefndin mun gera er að leita til sambandsaðila UMFÍ eftir því hvar Landsmótið verður haldið.
Meira

Skín og skúrir í bikarveislu í Síkinu

Það var sannkölluð bikarveisla í Síkinu í dag með tilheyrandi vöfflugleði og sjóðheitu hamborgarapartíi. Þrír leikir fóru fram; fyrst varð 10. flokkur drengja að láta í minni pokann gegn sprækum KR-ingum, meistaraflokkur kvenna átti ekki séns í úrvalsdeildarlið Blika en meistaraflokkur karla náði í sigur gegn liði Fjölnis sem þvældist fyrir toppliði Tindastóls lengi leiks.
Meira

Borgnesingar bitu frá sér en Stólarnir voru sterkari

Það var landsbyggðarslagur í Síkinu í kvöld þegar Skallagrímsmenn úr Borgarnesi mættu til leiks í 10. umferð Dominos-deildarinnar. Gengi liðanna hefur verið ólíkt upp á síðkastið; Stólarnir á sigurbraut en eintóm brekka og töp hjá Borgnesingum. Það voru því kannski ekki margir sem reiknuðu með baráttuleik en sú varð engu að síður raunin og þegar upp var staðið þá var það íslenski kjarninn í liði Stólanna sem náði að hemja gestina og ná góðu forskoti í fjórða leikhluta. Lokatölur 89-73 fyrir Tindastól.
Meira

Tveir skellir Stólastúlkna fyrir sunnan

Kvennalið Tindastóls skottaðist suður um helgina og spilaði tvo leiki í 1. deild kvenna gegn tveimur bestu liðum deildarinnar. Stelpurnar urðu að sætta sig við tvo ósigra, fyrst gegn liði Grindavíkur 94-66 og síðan gegn Fjölni í Grafarvoginum en sá leikur endaði 99-80.
Meira

Kæru Tindastóls vegna leiks við Þór Akureyri hafnað

Tindastóll kærði á dögunum framkvæmd leiks liðsins gegn liði Þórs Akureyri en Þór vann þann naglbít í 1. deild kvenna. Framkvæmd leiksins þótti ekki til eftirbreytni og í kærunni fór lið Tindastóls fram á að verða dæmdur sigur í leiknum og til vara að leikurinn yrði spilaður á ný. Þórsarar kröfðust þess á móti að kröfum Stólanna yrði hafnað og varð það niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar KKÍ.
Meira

Hvað er að gerast hérna!?! – Stórsýning í boði Brilla

Blikar buðu Brilla og félögum í Tindastóli upp í dans í Smáranum í gærkvöldi í frekar sérstökum körfuboltaleik. Samkvæmt Pétri Ingvarssyni þjálfara Breiðabliks ætlar hann að láta lið sitt spila svæðisvörn í vetur og það gerðu þeir svo sannarlega. Hún var reyndar ekki góð og gaf Tindastólsmönnum opin færi nánast allan leikinn. Þetta virtist Brynjari Þór Björnssyni þykja hin besta skemmtun því hann tók sig til og setti splunkunýtt Íslandsmet í 3ja stiga skotum – setti niður 16 þrista og virtist njóta sín nokkuð vel. Lokatölur voru 82-117 fyrir Tindastól sem situr sem fyrr á toppi Dominos-deildarinnar með jafn mörg stig og Njarðvík.
Meira

Fimm Norðurlandsmeistaratitlar til Júdódeildar Tindastóls

Norðurlandsmót í Júdó var halið á Blönduósi í gær og mættu alls 34 keppendur frá þremur júdófélögum á Norðurlandi: Gestjöfunum í Pardusi á Blönduósi, Tindastóli, og KA á Akureyri. Á heimasíðu Tindastóls kemur fram að Norðurlandsmót hafi verið haldin á Blönduósi frá árinu 2015 og var þetta fjórða árið í röð sem það er haldið.
Meira

Tveir sigrar gegn Hamri

Kvennalið Tindastóls gerði góða ferð í Hveragerði um helgina en stelpurnar léku tvo leiki við heimastúlkur í Hamri og gerðu sér lítið fyrir og sigraði þá báða. Að loknum sjö umferðum er lið Tindastóls í fimmta sæti 1. deildar með sex stig, jafn mörg og lið Þórs frá Akureyri sem hefur leikið fimm leikið fjóra leiki.
Meira

Breiðhyltingar sökkuðu í Síkinu

ÍR-ingar hafa síðustu misserin mætt grjótharðir í Síkið og verið til tómra vandræða fyrir Tindastólsmenn. Það var því reiknað með hörkuleik þegar Breiðhyltingar komu í heimsókn í 8. umferð Dominos-deildarinnar í gærkvöldi. Eftir jafnan leik brutu Stólarnir mótstöðu ÍR niður í öðrum leikhluta og sögðu síðan „bless“ í byrjun síðari hálfleiks. Það lá við að stuðningsmenn Tindastóls væru farnir að vorkenna gestunum og þá er nú langt gengið. Lokatölur voru 92-51.
Meira