Íþróttir

Stólastúlkur fengu á baukinn í Breiðholti

Kvennalið Tindastóls sótti lið ÍR heim í Breiðholtið um liðna helgi. Stólastúlkur höfðu unnið fyrsta leik liðanna í haust en mættu að þessu sinni til leiks með hálf vængbrotið lið og sunnanstúlkur gengu á lagið. Lokatölur voru 91-52.
Meira

Stólarnir höltruðu til ósigurs í Þorlákshöfn

Lið Tindastóls spilaði í kvöld sinn fyrsta leik á nýju ári þegar þeir skottuðust suður í Þorlákshöfn og léku við lið Þórs. Heimamenn hafa verið að ná jafnvægi í leik sinn og komnir með lúmskt sterkan hóp. Það mátti því búast við hörkuleik og sú varð raunin en þegar leið á leikinn urðu meiðsli Tindastólsmanna til þess að liðið náði ekki vopnum sínum á lokakaflanum og heimamenn lönduðu sætum sigri. Lokatölur 98-90 og klárlega ekki sú byrjun á árinu sem stuðningsmenn Stólanna óskuðu sér.
Meira

Perla Ruth íþróttamaður tveggja sveitarfélaga annað árið í röð

Perla Ruth Albertsdóttir, handknattleikskona frá Eyjanesi í Hrútafirði, leikmaður Selfoss og íslenska kvennalandsliðsins, hefur verið valin íþróttamaður USVH árið 2018. Einnig var Perla valin íþróttakona Sveitarfélagsins Árborgar. Glæsilegur árangur hjá Perlu, ekki síst þar sem þetta er í annað sinn sem hún hlýtur þessa sæmd hjá sömu aðilum.
Meira

Axel Kára tekur skóna fram á ný

Þá er boltinn farinn að rúlla aftur eftir jólafrí og ýmislegt í gangi hjá körfuknattleiksdeild Tidastóls. Á Facebook-síðu deildarinnar kemur fram að Axel Kárason sé aftur kominn í æfingahóp meistaraflokks en eins og kunnugt er hefur Axel verið í pásu frá körfu síðan í haust.
Meira

Þóranna Ósk íþróttamaður Skagafjarðar

Í kvöld fór fram athöfn í Ljósheimum þar sem tilkynnt var um val á íþróttamanni-, liði- og þjálfara Skagafjarðar 2018. Auk þess voru hvatningarverðlaun UMSS veitt og viðurkenningar fyrir landsliðsþátttöku keppenda og þjálfara aðildarfélaga UMSS. Lið ársins er meistaraflokkur Tindastóls kvenna í knattspyrnu, þjálfari var valinn Sigurður Arnar Björnsson og íþróttamaður Skagafjarðar er Þóranna Sigurjónsdóttir.
Meira

Skotfélagið slæmar fréttir sigurvegarar Jólamóts Molduxa

Jólamót Molduxa í körfubolta fór fram í gær, öðrum degi jóla, í Síkinu á Sauðárkróki, alls 18 lið tóku þátt eða í kringum 150 manns. Í úrslitarimmunni áttust við Skotfélagið slæmar fréttir og Hádegisbolti sem endaði með sigri Skotfélagsins.
Meira

Stólarnir á toppnum yfir hátíðirnar - Viðtal við Helga Frey

Tindastóll gerði góða ferð til Keflavíkur í gær þegar fyrri leikir síðustu umferðar Domino´s deildar voru spilaðir. Keflavík, sem situr í 3. sæti, hefði með sigri komist á toppinn með Njarðvík sem nú deilir toppnum með Stólunum með 20 stig en okkar menn eru með betra stigahlutfall og tróna því aðeins hærra á stigatöflunni yfir hátíðirnar.
Meira

16 þristar verðlaunaðir með 16 Risa Þristum

Það var smá húllumhæ í Síkinu í gær þar sem leikmenn Tindastóls voru á lokaæfingu fyrir jólafrí og lokaleik fyrri umferðar Dominos-deildarinnar sem fram fer í Keflavík í kvöld. Í tilefni af Íslandsmeti Brynjars Þórs Björnssonar í þristahittni á dögunum tók stjórn körfuknattleiksdeildar sig til og færði kappanum ágæta gjöf; treyjuna sem hann spilaði í í leiknum og 16 Risa Þrista.
Meira

Flottir krakkar á jólamóti Tindastóls í júdó

Iðkendur Júdódeildar Tindastóls kepptu á jólamóti sem fram fór í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í gær. Góð mæting var á mótið sem markar lok starfs júdódeildarinnar á árinu. Alls mættu 26 keppendur til leiks, 17 stelpur og 9 strákar. Rúmlega þriðjungur keppenda æfir austan Vatna, en æfingar fram á Hofsósi einu sinni viku undir handleiðslu Jakobs Smára Pálmasonar, bónda í Garðakoti.
Meira

Stólarnir mæta Stjörnunni í Geysisbikarnum

Í gær var dregið í átta liða úrslit Geysisbikarsins í körfubolta. Ríkjandi bikarmeistarar, lið Tindastóls, dróst á móti Stjörnunni og fengu Stólarnir heimaleik. Ekki er búið að raða leikjum á ákveðna daga en ljóst að leikið verður annað hvort 20. eða 21. janúar í Síkinu.
Meira