Stóllinn að fara í dreifingu
Síðustu vikur hefur verið unnið að útgáfu kynningarblaðs fyrir Körfuknattleiksdeild Tindastóls og er nú verið að ljúka prentun og frágangi. Verður blaðinu, sem kallast Stóllinn, dreift í Skagafirði í næstu viku og jafnvel víðar. Um veglegt blað er að ræða þar sem m.a. má finna kynningar á leikmönnum karla- og kvennaliða félagsins.
Í blaðinu eru viðtöl við þjálfarana Israel Martín og Arnoldas Kuncaitis, rætt við Tess Williams og Helga Rafn Viggósson auk þess sem finna má yfirlit yfir leiki tímabilsins og æfingatöflu yngri flokka félagsins.
Sennilega eru um 25-30 ár síðan síðast var gefið út veglegt kynningarrit fyrir Körfuknattleiksdeild Tindastóls. Að þessu sinni er blaðið unnið í samvinnu Nýprents og Kkd. Tindastóls. Starfsfólk Nýprents sá um auglýsingasöfnun og einnig efnisöflun í samvinnu við Kkd. Tindastóls en Gunnhildur Gísladóttir sá um myndatökur á leikmönnum félagsins.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.