María Finnbogadóttir Íslandsmeistari í svigi
Skíðadeild Tindastóls eignaðist í gær Íslandsmeistara í svigi á skíðamóti Íslands sem fram fór í Böggvisstaðafjalli við Dalvík og þar með sinn fyrsta í Alpagreinum. María Finnbogadóttir gerði sér lítið fyrir og sigraði bæði í flokki 18-20 ára stúlkna og fullorðinsflokki kvenna.
Á heimasíðu Skíðasambands Íslands segir að veðurguðirnir hafi leikið við keppendur og mótsgesti í gær og vart hægt að hugsa sér betra skíðaveður. Mjög gott skíðafæri um morguninn en þónokkur sólbráð varð eftir því sem leið á daginn sem þyngdi aðeins færið í seinni ferðinni. Úrslitin í sviginu urðu þannig að Íslandsmeistarar 2019 urðu þau María Finnbogadóttir úr Tindastóli og Sturla Snær Snorrason úr Ármanni. Úrslit dagsins má finna HÉR.
Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Maríu sem birt var á ski.is eftir keppnina.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.