Íþróttir

Jóhann Björn gat ekki hlaupið vegna meiðsla á síðasta keppnisdegi Smáþjóðaleikanna

Frjálsíþróttakeppninni á Smáþjóðaleikunum 2019 lauk í Svartfjallalandi sl. föstudag með frábærum árangri Íslands. Þrenn gullverðlaun, fern silfurverðlaun og sex bronsverðlaun hjá íslensku keppendunum á lokadegi. Jóhann Björn Sigurbjörnsson hafði unnið sér inn sæti í úrslitum en gat ekki hlaupið vegna meiðsla.
Meira

Stólastúlkur komnar í átta liða úrslitin í Mjólkinni

Í dag fór fram síðasti leikurinn í 16 liða úrslitum í Mjólkurbikar kvenna. Þá mættust lið Augnabliks og Tindastóls innanhúss í Fífu þeirra Kópavogsbúa. Það er skemmst frá því að segja að stelpurnar okkar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu 1-2 og eru því komnar í átta liða úrslit í Mjólkurbikarnum sem er frábær árangur. Tvö lið úr Inkasso-deildinni eru í 8 liða úrslitunum, lið ÍA, en annars eru það aðeins Pepsi-deildar lið sem verða í pottinum góða þegar dregið verður á morgun.
Meira

Brilli okkar aftur heim í Vesturbæinn

Það var mikil spenna og talsverð gleði hjá stuðningsmönnum Tindastóls fyrir um ári síðan þegar ljóst var að áttfaldur Íslandsmeistari og Stólabaninn Brynjar Þór Björnsson, hefði ákveðið að söðla um, segja skilið við lið KR og ganga til liðs við Tindastól. Nú ári síðar hefur Brilli ákveðið að ganga á ný til liðs við sína gömlu félaga en í liðinni viku var tilkynnt að hann væri búinn að semja við lið KR.
Meira

Ekki náðu Stólarnir í stig í Garðabænum

Tindastólsmenn sóttu heim liðsmenn Knattspyrnufélags Garðabæjar í gær í fimmtu umferð 2. deildar karla í knattspyrnu. Hingað til höfðu Stólarnir ekki enn nælt í stig í deildinni og því miður varð engin breyting á því en strákarnir eru þó farnir að koma boltanum í mark andstæðinganna þannig að það hlýtur að styttast í betri fréttir af liðinu. Lokatölur leiksins voru 4-2.
Meira

Jón Gísli á skotskónum í Mjólkurbikarnum fyrir ÍA

Hinn 17 ára gamli Jón Gísli Eyland Gíslason var á skotskónum fyrir ÍA í Mjólkurbikarnum í gær þegar þeir spiluðu á móti FH í 16-liða úrslitunum. Jón Gísli er ungur og efnilegur leikmaður og er sonur þeirra Ingunnar Ástu Jónsdóttur og Gísla Eyland Sveinssonar.
Meira

Jóhann Björn og Ísak Óli í hörkukeppni á Smáþjóðaleikunum

Skagfirðingarnir Jóhann Björn Sigurbjörnsson og Ísak Óli Traustason kepptu í sínum greinum í gær á öðrum keppnisdegi Smáþjóðaleikanna sem fram fara þessa dagana Svartfjallalandi. Jóhann endaði í 5. sæti í 100 metra hlaupi og Ísak Óli í því 4. í langstökki.
Meira

Arnar Geir og félagar á lokamóti NAIA mótaraðarinnar

Í síðustu viku léku Arnar Geir Hjartarson, frá Sauðárkróki, og félagar hans í Missouri Valley College, á lokamóti NAIA háskólamótaraðarinnar sem þeir unnu sér þátttökurétt í í lok apríl. Er það í fyrsta sinn sem skólinn nær inn á mótið sem er risastórt enda landskeppni þar sem bestu golfspilarar háskólanna mætast en það fór fram í Arizona, nánar tiltekið á Las Sendas Golf Club.
Meira

Sóknarleikurinn í fyrirrúmi í tapleik Tindastólsstúlkna

Kvennalið Tindastóls spilaði þriðja leik sinn í Inkasso-deildinni í gærkvöldi en þá spiluðu stelpurnar við lið Þróttar í Reykjavík. Liðið var hálf vængbrotið en vænn hluti ungs liðs Tindastóls var við brautskráningu frá FNV og voru stúlkurnar því löglega afsakaðar. Leikurinn þótti skemmtilegur og bæði lið buðu upp á bullandi sóknarleik. Það var hins vegar heimaliðið sem skoraði fleiri mörk og fékk að launum stigin þrjú sem í boði voru.
Meira

Fjórða tap Tindastóls í fjórum leikjum

Leikið var á fagurgrænum Sauðárkróksvelli í gærkvöldi en mættust lið Tindastóls og Dalvíkur/Reynis í 2. deild karla í knattspyrnu. Eyfirðingum var spáð sæti um miðja deild í spá þjálfara á Fótbolti.net en Stólunum, eins og áður hefur komið fram, neðsta sæti. Niðurstaðan í leiknum var því eftir bókinni en gestirnir höfðu á endanum betur og sigruðu 1-2.
Meira

Júdóiðkendur verðlaunaðir á lokahófi Júdódeildarinnar

Í gær komu júdóiðkendur Júdódeildar Tindastóls á Sauðárkróki, Hofsósi og Hólum saman og gerðu sér glaðan dag á lokahófi þar sem m.a. voru veitt verðlaun. Allir fengu afhentan þakkarskjöld og svo voru veittir bikarar fyrir bestu mætinguna, mestu framfarirnar, efnilegustu júdókonu og júdómann og loks fyrir besta júdómanninn.
Meira