Birnum gekk vel á öldungamóti í blaki
Birnur á Hvammstanga átti tvö lið í öldungamóti í blaki sem fram fór dagana 25.-27. apríl í Reykjanesbæ en að þessu sinni stóðu Þróttur og Keflavík saman að framkvæmd þess. Báðum liðum gekk vel en keppt var í samtals 15 deildum í kvennaflokki og í átta deildum í karlaflokki og voru keppendur alls um 1300. Svo vel tókst til að annað Birnuliðið varð sigurvegari í sinni deild.
Birnur Bombur.
Á aðdáendasíðu liðsins kemur fram að Birnur hafi farið með tvö kvennalið, Birnur sem kepptu í deild 6A og Birnur Bombur sem kepptu í deild 8B og sigruðu Birnur fimm leiki af sex og unnu þar með deildina. Fyrirkomulag deilda neðar en 4. deildar á Öldungamótinu er þannig að sigurlið í A armi deilda fara upp í B arm deildar fyrir ofan og liðið sem hafnar í 2. sæti fer upp í A arm deildarinnar fyrir ofan. Öfugt er farið fyrir deildum sem spila í B armi deildarinnar. Fara Birnur þar af leiðandi upp í deild 5B á næsta ári.
Birnur Bombur höfnuðu í fjórða sæti í sinni deild með því að sigra í þremur leikjum af sex. Liðin sem hafna í 4. sæti í sinni deild skipta um arm á næsta ári og spila Birnur Bombur því í deild 8A á næsta ári.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.