Íþróttir

Jan Bezica nýr aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur fundið aðstoðarmann Baldurs. Jan Bezica heitir hann og mun hann einnig þjálfa yngri flokka félagsins.
Meira

Markaleikur á Sauðárkróksvelli

Í gærkvöldi fór fram bráðskemmtilegur leikur Tindastóls og Grindavíkur í Inkasso deild kvenna á Sauðárkróksvelli. Það vantaði svo sannarlega ekki upp á spennuna og mörkin í þessum leik því mörkin voru alls sjö. Fyrir leikinn var Tindastóll í sjötta sæti með níu stig en Grindavík í því fjórða.
Meira

Yngvi Magnús Borgþórsson hættur hjá Tindastól

Stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls og Yngvi Magnús Borgþórsson hafa komist að samkomulagi að Yngvi hætti störfum sem þjálfari liðsins. Í tilkynningu sem stjórn deildar sendi frá sér kemur fram að Arnar Skúli Atlason, sem var Yngva til aðstoðar undanfarnar vikur, muni taka við þjálfun liðsins á meðan leit stendur yfir að nýjum manni inn í þjálfarateymi meistaraflokks.
Meira

Markaregn á Blönduósvelli

Laugardaginn 6. júlí mættust Kormákur/Hvöt (K/H) og KB í 4. deild karla á Blönduósvelli. Leikurinn var einstefna hjá K/H í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn var jafnari. Mörkin komu á silfurfati í fyrri hálfleik enda var frábært knattspyrnuveður á Blönduósi á laugardaginn.
Meira

Jasmin Perkovic til Tindastóls

Körfuknattleiksdeild Tindastóll hefur samið við Króatíska framherjann Jasmin Perkovic. Jasmin er 38 ára gamall reynslumikill leikmaður og hefur spilað með liðum í Slóven­íu, Bosn­íu, Grikklandi, Ítal­íu og Þýskalandi. Jasmin er 2,05 metrar á hæð og er 117 kíló
Meira

Tap gegn Aftureldingu

Föstudagskvöldið 5. júlí mættust Afturelding og Tindastóll í Inkasso deild kvenna í blíðskapaveðri á Varmárvelli. Fyrir leikinn voru Tindastólsstúlkur í fimmta sæti með níu stig og með sigri gátu þær farið upp í þriðja sæti.
Meira

Ísak Óli valinn í landsliðið fyrir Evrópubikar í fjölþrautum.

Um helgina, 6. og 7. júlí fer fram Evrópubikar í fjölþrautum. Mótið fer fram á eyjunni Madeira sem er hluti af Portúgal. Íþrótta- og afreksnefnd og afreksstjóri hafa valið eftirfarandi íþróttamenn á mótið.
Meira

Slæmt tap á Akranesi

Í gærkvöldi mættust lið Kára og Tindastóls í Akraneshöllinni í 2. deild karla. Fyrir leikinn var Tindastóll neðstir með tvö stig en Kári einu sæti fyrir ofan með átta stig því mikilvægur leikur fyrir Tindastól til þess að eiga betri séns að halda sér uppi með sigri.
Meira

Mikilvægir leikir framundan

Það er nóg framundan í boltanum hjá báðum meistaraflokkum Tindastóls og hjá Kormáki/Hvöt. Meistaraflokkur Tindastóls karla á leik í kvöld-fimmtudaginn 4. júlí. Meistaraflokkur Tindastóls kvenna á svo leik á morgun-föstudaginn 5. júlí. Meistaraflokkur Kormáks/Hvatar á leik á laugardaginn 6. júlí svo eiga stelpurnar úr Tindastól leik á mánudaginn 8. júlí.
Meira

Arnoldas Kuncaitis nýr aðstoðarþjálfari hjá KR

Hinn 24 ára gamli þjálfari Arnoldas Kuncaitis er genginn í raðir KR-inga. Arnoldas kom til landsins í fyrra og þjálfaði við góðan orðstýr hjá Tindastól þar sem hann þjálfaði meistaraflokk kvenna og var aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla.
Meira