Íþróttir

Spennandi mót hjá Markviss

Skotfélagið Markviss var með opinn dag á skotsvæði sínu á laugardegi á nýafstaðinni Húnavökuhelgi þar sem gestum og gangandi gafst tækifæri á að kynna sér uppbygginguna á svæðinu og reyna sig við leirdúfur og skotmörk undir handleiðslu félagsmanna. Síðar sama dag fór hið árlega Höskuldsmót fram en það er haldið til heiðurs lögreglumanninum Höskuldi B. Erlingssyni á Blönduósi.
Meira

Kyen Nicholas til Tindastóls

Knattspyrnudeild Tindastóls hefur samið við enska framherjann Kyen Nicholas til að spila með liðinu út leiktíðina.
Meira

Tap gegn ÍR á Hertzvelli

Laugardaginn 20. júlí klukkan 14:00 mættust ÍR og Tindastóll í 2. deild karla í knattspyrnu. Heimamenn úr Breiðholti sigruðu leikinn 2-0 og eru komnir í sjötta sæti í deildinni en Tindastóll situr enn á botninum með fimm stig.
Meira

Mikil blóðtaka fyrir Tindastól/ Krista Sól með slitin krossbönd

Krista Sól Nielsen leikmaður meistaraflokks kvenna Tindastóls í knattspyrnu varð fyrir því óhappi 12. júlí í leik á móti ÍR að meiðast illa. Atvikið gerðist í seinni hálfleik þegar leikmaður ÍR rak hnéð í hnéð á Kristu sem endaði með því að Krista Sól þurfti að fara útaf og upp á sjúkrahús.
Meira

„Ég elska alla liðsfélaga mína jafn mikið“/Erlendir leikmenn í boltanum

Í 27. tölublaði fengum við miðjumanninn Jackie Altschuld til þess að svara nokkrum spurningum í Erlendir leikmenn í boltanum. Jackie er 24 ára stúlka sem spilaði á síðustu leiktíð í Svíþjóð en vegna meiðsla þurfti hún að fara heim þar sem hún byrjaði að þjálfa en er komin sterk til baka.
Meira

Markaveisla á Blönduósvelli

Á laugardaginn fengu Kormákur/Hvöt (K/H) lið Afríku í heimsókn í 4. deild karla á Blönduósvelli. Fyrri hálfleikurinn var mjög rólegur miðað við seinni hálfleikinn því það voru aðeins skoruð þrjú mörk í fyrri hálfleik en í þeim síðari komu mörkin á færibandi og voru skoruð sex mörk í seinni hálfleik. Leikurinn endaði 8-1 fyrir K/H.
Meira

Dramatískur sigur Tindastóls á Akranesi

Í kvöld fór fram leikur ÍA og Tindastóls í Inkasso deild kvenna á Akranesvelli. Leikurinn bauð upp á mörg færi, mörk og rautt spjald. Tindastóll átti gjörsamlega fyrri hálfleikinn en heimastúlkur þann seinni. Þrátt fyrir að ÍA áttu seinni hálfleikinn þá náði Tindastóll að skora tvö mörk og vinna leikinn 2-1.
Meira

„Vonir mínar eru þær að ég nái að hjálpa liðinu mínu að bæta sig eins mikið og hægt er“/Erlendir leikmenn í boltanum

Í 26. tölublaði Feykis fengum við Lauren-Amie Allen í þátt sem kallast Erlendir leikmenn í boltanum.
Meira

Leikir helgarinnar í boltanum

Um helgina munu fara fram þrír leikir í boltanum. Einn á föstudagskvöldið og tveir á laugardaginn.
Meira

Blómlegt starf hjá USAH

Það er mikiðum að vera hjá USAH þessa dagana en þar er nýlokið héraðsmóti og í dag er það svo yngsta kynslóðin sem fær að njóta sín á barnamóti. Framundan er svo Blönduhlaupið sem haldið er á Húnavöku ár hvert.
Meira