Íþróttir

Tindastóll tekur á móti Víði Garði

Í kvöld fer fram leikur Tindastóls og Víðis í 2. deild karla í knattspyrnu. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður leikurinn spilaður á Sauðárkróksvelli.
Meira

Svekkjandi jafntefli í Kaplakrika

Í gærkvöldi fór fram leikur FH og Tindastóls í Inkasso deild kvenna. Þetta var mikill markaleikur og voru skoruð átta mörk í þessum leik, tvö í fyrri hálfleik og heil sex mörk í þeim síðari. Allt virtist benda til sigurs hjá Tindastól þegar þær voru komnar í 1-4 á 66. mínútu leiksins en heimastúlkurnar skoruðu þrjú mörk á tólf mínútum og endaði leikurinn 4-4.
Meira

Frábær árangur hjá 4. Flokki kvenna á Rey Cup

Stelpurnar í 4. flokki kvenna stóðu sig frábærlega þegar þær lentu í öðru sæti í keppni B-liða á Rey Cup. Mótið var haldið daganna 24. til 28. júlí. Þróttur Reykjavík stendur fyrir þessu móti og hafa erlend lið keppt á mótinu sjálfu.
Meira

Tindastóll mætir toppliðinu FH í kvöld

Í kvöld fer fram leikur FH og Tindastóls í Inkasso deild kvenna. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og verður spilað á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði.
Meira

Sameiginlegt lið UMSS/KFA í Bikarkeppni FRÍ.

53. Bikarkeppni FRÍ í frjálsíþróttum utanhúss fór fram á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði laugardaginn 27. júlí í umsjón FH.
Meira

Mikilvægur sigur hjá K/H

Á laugardaginn fengu Kormákur/Hvöt (K/H) lið Snæfells í heimsókn á Hvammstangavelli. Fyrir leikinn var K/H í þriðja sæti með 23. stig fimm stigum á eftir Snæfelli og Hvíta riddaranum. Heimamenn skoruðu eina mark leiksins og var það úr vítaspyrnu.
Meira

„Ég elska fótbolta og hann er mjög stór partur af lífi mínu“/Erlendir leikmenn í boltanum

Ástralski markvörðinn Jonathan Mark Faerber er næstur í röðinni í Erlendir leikmenn í boltanum. Jonathan er 31 árs gamall og kom hingað til Íslands fyrst árið 2017 og spilaði með Reyni Sandgerði. Árið eftir spilaði hann með Keflavík en nú er hann mættur á Krókinn.
Meira

Jafntefli gegn liði Fjarðabyggðar

Tindastóll og Fjarðabyggð mættust í gær í 13. umferð 2. deildar karla og var leikið á lifandi grasi á Króknum. Lið Tindastóls þurfti nauðsynlega á þremur stigum að halda til að koma sér á ról í baráttunni fyrir áframhaldandi sæti í deildinni. Því miður hafðist það ekki þar sem liðin skildu jöfn en engu að síður var margt jákvætt í leik Stólanna og vonandi heldur liðið áfram að stíga upp. Lokatölur voru 2-2 eftir fjöruga viðureign.
Meira

Svekkelsistap á teppinu

Tindastóll tók á móti Haukum í Inkasso-deild kvenna á gervigrasinu á Króknum í hörkuleik í gærkvöldi. Með sigri hefðu Stólastúlkur komið sér vel fyrir í toppbaráttu deildarinnar en niðurstaðan reyndist 0-1 tap og lið Tindastóls enn í þriðja sæti en miðjupakkinn í Inkasso er orðinn ansi þéttur. Leikurinn var jafn og jafntefli hefði sennilega verið sanngjörn úrslit en lukkan var ekki í liði Tindastóls í gær.
Meira

Ísak Óli Íslandsmeistari í grindahlaupi

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fór fram á Laugardalsvellinum í Reykjavík helgina 13.-14. júlí þar sem besta frjálsíþróttafólk landsins, um 200 talsins, keppti um 37 Íslandsmeistaratitla. Átta Skagfirðingar kepptu fyrir hönd UMSS á mótinu. Meðal þeirra voru tveir af Íslandsmeisturum síðasta árs, þeir Jóhann Björn Sigurbjörnsson í 100 m og 200 m hlaupum og Ísak Óli Traustason í 110 m grindahlaupi.
Meira