Mikil blóðtaka fyrir Tindastól/ Krista Sól með slitin krossbönd
Krista Sól Nielsen leikmaður meistaraflokks kvenna Tindastóls í knattspyrnu varð fyrir því óhappi 12. júlí í leik á móti ÍR að meiðast illa. Atvikið gerðist í seinni hálfleik þegar leikmaður ÍR rak hnéð í hnéð á Kristu sem endaði með því að Krista Sól þurfti að fara útaf og upp á sjúkrahús.
Í dag kom svo í ljós að Krista er með slitin krossbönd, rifinn liðþófa og beinmar. Krista er á biðlista hjá orkuhúsinu til þess að komast í aðgerð og reiknar hún með að fara í september eða október.
Í fréttatilkynningu á facebook frá Tindastóll knattspyrna er viðtal við Jón Stefán einn af þjálfurum Tindastóls. Hér fyrir neðan má sjá það.
,,Þetta er henni og liðinu mikið áfall. Endurhæfingin og allt sem henni fylgir tekur u.þ.b. ár skv. okkar upplýsingum og ljóst að félagið okkar þarf að passa vel upp á hana á næstunni, að vera meiddur ungur fótboltamaður getur verið mikil þraut,"
Feykir sendir Kristu Sól baráttukveðjur og hlakkar til að sjá hana mæta sterkari til leiks á ný.
/EÍG
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.