Markaveisla á Blönduósvelli

K/H rúllaði yfir Afríku
K/H rúllaði yfir Afríku

Á laugardaginn fengu Kormákur/Hvöt (K/H) lið Afríku í heimsókn í 4. deild karla á Blönduósvelli. Fyrri hálfleikurinn var mjög rólegur miðað við seinni hálfleikinn því það voru aðeins skoruð þrjú mörk í fyrri hálfleik en í þeim síðari komu mörkin á færibandi og voru skoruð sex mörk í seinni hálfleik. Leikurinn endaði 8-1 fyrir K/H.

K/H byrjaði leikinn betur og skoruðu fyrsta markið á þrettándu mínútu þegar Diego Moreno skoraði eftir að hafa potað boltanum inn eftir hornspyrnu. Á 37. mínútu gerði Domi sig sekan að skora sjálfsmark. Þremur mínútum síðar skoraði Diego Moreno með góðu skoti eftir fyrirgjöf frá Viktori Inga. Staðan 2-1 fyrir K/H í hálfleik.

K/H spilaði fyrri hálfleikinn ekki nógu vel og voru staðráðnir í því að gera betur í þeim síðari og þeir gerðu það svo sannarlega. Þriðja mark K/H kom á 76. mínútu þegar boltinn hrökk á Hlyn Rafn í teignum sem skoraði með laglegu skoti. Sex mínútum síðar skoraði Hilmar Þór eftir að Jón Gylfi sólaði alla varnarmenn Afríku upp úr skónum og náði skoti framhjá markverði Afríku og héldu margir að Jón Gylfi væri að skora en þá var Hilmar mættur og potaði boltanum inn. Á 88. mínútu gerðu K/H geggjaða breytingu þegar þeir skiptu Sergio Navarro útaf og inn kom Sveinbjörn Guðlaugsson, K/H menn voru nýbúnir að krækja í aukaspyrnu á hættulegum stað, Sveinbjörn ákvað að taka aukaspyrnuna og gerði sér lítið fyrir og skoraði úr fyrstu snertingu sinni alveg geggjað mark beint úr aukaspyrnu. Á 90. mínútu skoraði Hilmar Þór með frábæru skoti rétt fyrir utan vítateig sem markvörður Afríku réði ekkert við. Diego Moreno átti síðan lokaorðið þegar hann skoraði síðustu tvö mörk K/H á lokasekúndunum, bæði mörkin voru kláruð snyrtilega og lokatölur á Blönduósvelli 8-1 fyrir K/H.

Maður leiksins var Diego Moreno en Sveinbjörn Guðlaugsson kemur sterklega til greina eftir frábæra aukaspyrnu úr fyrstu snertingu sinni.

Næsti leikur hjá K/H er á móti Snæfell og verður leikurinn spilaður á Hvammstangavelli laugardaginn 27. júlí klukkan 17:00.

/EÍG         

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir