Leikir helgarinnar í boltanum

Boltinn rúllar áfram í sumar
Boltinn rúllar áfram í sumar

Um helgina munu fara fram þrír leikir í boltanum. Einn á föstudagskvöldið og tveir á laugardaginn.

Á föstudagskvöldið fara stelpurnar úr Tindastól á Akranes og spila á móti ÍA í Inkasso deild kvenna á Akranesvelli. Tindastóll er í þriðja sæti með fimmtán stig, fjórum stigum frá toppsætinu en ÍA í því sjötta með ellefu stig. Leikurinn byrjar klukkan 18:00 og hvetjum við stuðningsmenn Tindastóls að gera sér ferð á Akranes og styðja við stelpurnar.

Klukkan 14:00 á laugardaginn fer fram leikur ÍR og Tindastóls í 2. deild karla á Hertz velli í Breiðholti. ÍR er í áttunda sæti með fimmtán stig en Tindastóll er á botninum með fimm stig. Í síðustu umferð náði Tindastóll sínum fyrsta sigri og var það á móti Vestra sem er í þriðja sæti og vonandi koma strákarnir fullir af sjálfstrausti í þennan leik og spila eins og þeir spiluðu í síðasta leik. Hvetjum við alla sem eru fyrir sunnan að styðja við strákanna.

Kormákur/Hvöt (K/H) eiga svo leik sama dag klukkan 16:00 er þeir fá lið Afríku í heimsókn á Blönduósvelli. K/H er í þriðja sæti með tuttugu stig og eru þeir fimm stigum frá efstu tveimur liðunum. Afríka situr á botni deildarinnar með ekkert stig og ætti þetta að vera frekar auðveldur leikur fyrir K/H því Afríka er búið að fá á sig 66 mörk og aðeins skorað tvö mörk. Nú er um að gera að skella sér á völlinn og sjá markaveislu á Blönduósvelli.

/EÍG

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir