Íþróttir

Veðurguðunum gefið langt nef

Króksmót Tindastóls í knattspyrnu fór fram um helgina en þar sprettu mest megnis ungir drengir úr spori í þeim tilgangi að skora fleiri mörk en andstæðingarnir – eða bara hafa gaman. Ekki er annað hægt en að taka ofan fyrir knattspyrnukempunum ungu sem börðust glaðbeittir gegn andstæðingum sínum og veðrinu sem var ekki alveg upp á sitt besta.
Meira

Tindastólssigur í Grafarvoginum

Í gærkvöldi fór fram leikur Fjölnis og Tindastóls í Inkasso deild kvenna á Extra-vellinum í Grafarvogi. Leikurinn fer svo sannarlega ekki í sögubækurnar sem skemmtilegasti fótboltaleikurinn en sigur er sigur og náði Tindastóll að setja boltann einu sinni í markið og þannig enduðu leikar 0-1 sigur Tindastóls.
Meira

Útileikur í kvöld hjá stelpunum í Tindastól á móti Fjölni

Í kvöld mætast lið Fjölnis og Tindastóls í Inkasso deild kvenna á Extra-vellinum klukkan 18:00. Tindastóll er í fjórða sæti í deildinni með 19. stig á meðan Fjölni er í næstneðsta sæti með 12. Stig.
Meira

Jóhann Björn og félagar sigruðu í 4x100m í Evrópubikarkeppni landsliða í frjálsíþróttum

Evrópubikarkeppni landsliða í frjálsíþróttum fór fram um helgina þar sem keppt var í fjórum deildum: Ofurdeildinni, 1., 2. og 3. deild. Íslendingar kepptu í 3. deild ásamt tólf öðrum liðum, og fór sú keppni fram í Skopje í Norður-Makedóniu 10.-11. ágúst. Keppt var í tuttugu greinum í karlaflokki og tuttugu greinum í kvennaflokki og voru tveir Skagfirðingar meðal keppenda.
Meira

Öflugur sigur K/H manna á Hvíta riddaranum

Á laugardaginn fékk Kormákur/Hvöt (K/H) lið Hvíta riddarans í heimsókn á Blönduósvelli. Leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir Kormák/Hvöt, því að ef þeir ætluðu að eiga möguleika á sæti í úrslitakeppni 4.deildar þá urðu þeir að vinna leikinn.
Meira

Sinisa Bilic í Tindastól

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við Slóvenann Sinisa Bilic til að spila með liðinu á komandi tímabili. Bilic er fæddur árið 1989 og er öflugur framherji og mun vonandi hjálpa liðinu í vetur. Hér fyrir neðan má sjá fréttatilkynningu frá körfuknattleiksdeild Tindastóls.
Meira

Svekkjandi tap á Dalvík

Í gærkvöldi fór fram leikur Dalvík/Reynis og Tindastóls í 2. deild karla á Dalvíkurvelli. Þetta var mjög mikilvægur leikur til þess að vinna en svekkjandi 3-2 tap.
Meira

K/H tekur á móti Hvíta riddaranum

Á morgun laugardaginn 10. ágúst mætast Kormákur/Hvöt (K/H) og Hvíti riddarinn í 4. deild karla á Blönduósvelli.
Meira

Stórt tap hjá Tindastólsstúlkum gegn Þrótti Reykjavík

Í gærkvöldi fór fram leikur Tindastóls og Þróttar Reykjavík í Inkasso deild kvenna á Sauðárkróksvelli. Leikurinn var algjörlega eign Þróttar og getum við sagt að þetta var ekki dagur Tindastóls í gær. Leikurinn endaði með stórsigri Þróttar 0-7.
Meira

Vallarmet á Hlíðarenda í kulda og trekki

Arnar Geir Hjartarson setti nýtt vallarmet á Hlíðarendavelli þegar hann spilaði á 67 höggum eða 5 höggum undir pari vallarins. Vallarmetið setti hann á miðvikudagsmóti 7. ágúst þrátt fyrir kulda og nokkurn vind.
Meira