Vallarmet á Hlíðarenda í kulda og trekki
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
09.08.2019
kl. 08.34
Arnar Geir Hjartarson setti nýtt vallarmet á Hlíðarendavelli þegar hann spilaði á 67 höggum eða 5 höggum undir pari vallarins. Vallarmetið setti hann á miðvikudagsmóti 7. ágúst þrátt fyrir kulda og nokkurn vind.
Arnar Geir, sem hefur verið að spilað vel undanfarnar vikur, fékk alls sjö fugla og tvo skolla og kom því í hús á 67 höggum. Skorkortið verður sett í ramma og hengt upp í skála GSS.
Þess má geta að flestir atvinnumenn yrðu alsælir með þennan árangur.
Aðrir golfarar stóðu sig flestir vel í mótinu og létu kuldann ekki bíta á sig enda sjóðheitir í sveiflunni.
/fréttatilkynning
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.