Íþróttir

Margrét Rún og Marsilía á hæfileikamóti KSÍ

Þær Margrét Rún Stefánsdóttir, og Marsilía Guðmundsdóttir úr Tindastól hafa tekið þátt í fjölmörgum hæfileikamótum hjá KSÍ undanfarin tvö ár. Um síðustu helgi voru þær valdar til þess að fara suður yfir heiðar og spila nokkra leiki í Kórnum með u.þ.b. 60 öðrum stelpum úr ýmsum liðum af öllu landinu. Báðar eru þær 14 ára og eiga því möguleika á að vera valdar í U15.
Meira

Stelpurnar í körfunni undirbúa sig fyrir átök vetrarins

Meistaraflokkur kvenna Tindastóls og stjórn körfuboltadeildar mættu sl. sunnudag í sýndarveruleikasýningu 1238 – Baráttan um Ísland á Sauðárkróki sem á dögunum bættist í hóp samstarfsaðila deildarinnar. Á Faebooksíðu 1238 segir að auk þess að kynna sér Sturlungaöldina og gæða sér á veitingum á Gránu Bistro prufuðu leikmenn nýjan leiktækjasal þar sem m.a. er hægt að spila litbolta og prófa ýmiskonar tölvuleiki.
Meira

Húnvetningar enduðu í fjórða sæti 4. deildar

Á laugardag mættust lið Kormáks/Hvatar og Hvíta riddarans í leik um bronsverðlaunin í 4. deild. Leikurinn fór fram á Skallagrímsvelli í Borgarnesi og ekki fór bronsið norður því það voru Mosfellingarnir sem höfðu betur og sigruðu 4-3.
Meira

Sigur í síðasta heimaleiknum

Þeir voru í það minnsta þrír Kárarnir sem heiðruðu Sauðárkróksvöll með nærveru sinni í dag þegar Tindastóll lék síðasta heimaleik sinni í 2. deildinni í bili. Það var nefnilega lið Kára frá Akranesi sem var andstæðingur Tindastóls, í liði Kára var Eggert Kári og svo var það Kári vindur sem setti kannski mest mark sitt á leikinn því það var bæði rok og rigning á meðan hann fór fram. Tindastólsmönnum tókst að leggja gestina að velli og sigruðu 3-2.
Meira

Draumurinn lifir!

Já! „Dömur mínar og herrar. Draumurinn lifir!“ segir Jónsi, annar þjálfara kvennaliðs Tindastóls, á Facebook í kvöld. Draumurinn um að komast upp í Pepsi Max, úrvalsdeildina í kvennaboltanum. Þegar ein umferð er eftir er lið Tindastóls aðeins tveimur stigum á eftir liði FH sem situr í öðru sæti Inkasso-deildarinnar og ef Hafnfirðingarnir misstíga sig í lokaumferðinni þá gætu Stólastúlkur vaknað upp við þann ótrúlega veruleika að leika í efstu deild næsta sumar. Stelpurnar spiluðu við ÍR í kvöld í Breiðholtinu og unnu öruggan 0-4 sigur.
Meira

Upplýsingafundur knattspyrnudeildar Tindastóls

Knattspyrnudeild Tindastóls stendur fyrir upplýsingafundi fyrir foreldra, iðkendur og velunnara deildarinnar þriðjudaginn 17 .september, kl. 19:30 í matsal Árskóla. Til umræðu verða þjálfaramál, kennslufræði og þjálfunaraðferðir næsta tímabil.
Meira

Rúnar Már mætir á Old Trafford

Það er óhætt að fullyrða að einn af draumum skagfirsku knattspyrnukempunnar Rúnars Más Sigurjónssonar sé við það að rætast en Rúnar, sem spilar sem atvinnumaður með liði Astana frá Kasakstan, mun að öllu óbreyttu skeiða um Old Trafford leikvanginn í Manchester eftir viku. Lið Rúnars er í sama riðli og Manchester United í Evrópu-deildinni í knattspyrnu og liðin mætast í Englandi þann 19. september nk.
Meira

Kormákur/Hvöt féll á síðustu hindruninni

Lið Kormáks/Hvatar mátti bíta í það súra epli að lúta í ískalt grasið á Þorlákshafnarvelli í gærkvöldi í síðari viðureign sinni við lið Ægis í fjögurra liða úrslitum 4. deildar. Liðin gerðu 1-1 jafntefli á Blönduósi á laugardaginn en heimamenn í Þorlákshöfn byrjuðu leikinn frábærlega í gær og voru komnir með K/H upp að vegg eftir átta mínútna leik. Það fór svo að Ægir hafði betur, 3-0, og draumur Húnvetninga um sæti í 3. deildinni því úti að sinni.
Meira

Æfingaleikir Tindastóls bæði í 1238 og í Síkinu – eða þannig

Sýndarveruleikasýningin á Sauðárkróki, 1238 – Baráttan um Ísland, hefur bæst í hóp samstarfsaðila körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Til að innsigla það var meistaraflokki karla og stjórn KKD boðið í hópefliskvöld í Gránu sl. sunnudag og á komandi vikum mun meistaraflokkur kvenna koma í samskonar dagskrá.
Meira

Knattspyrnuþjálfara vantar á Blönduós

Knattspyrnudeild Hvatar á Blönduósi leitar nú að þjálfara fyrir yngri flokka félagsins frá og með 1. janúar nk. Leitað er eftir einstaklingi með brennandi áhuga á knattspyrnuþjálfun. Helstu verkefni nýs þjálfara eru m.a. að halda úti knattspyrnuæfingum í 8. - 3. flokki, utanumhald iðkenda bæði hvað varðar skráningar, mót og keppnisferðir o.fl.
Meira