Tindastólssigur í Grafarvoginum

Mur skoraði mark Tindastóls í leiknum í gær. MYND:ÓAB
Mur skoraði mark Tindastóls í leiknum í gær. MYND:ÓAB

Í gærkvöldi fór fram leikur Fjölnis og Tindastóls í Inkasso deild kvenna á Extra-vellinum í Grafarvogi. Leikurinn fer svo sannarlega ekki í sögubækurnar sem skemmtilegasti fótboltaleikurinn en sigur er sigur og náði Tindastóll að setja boltann einu sinni í markið og þannig enduðu leikar 0-1 sigur Tindastóls.

Fyrri hálfleikurinn var jafn en Tindastóll áttu öll færin í fyrri hálfleiknum. Á 26. mínútu  fékk Tindastóll fyrsta færi leiksins þegar Mur komst ein á móti markmanni Fjölnis en skot hennar var varið. Tveimur mínútum síðar komst Mur aftur ein á móti markmanni Fjölnis en í þetta skipti vippaði hún yfir markmanninn en boltinn fór framhjá. Á 35. mínútu  átti Mur skot í þverslá eftir að boltinn barst til hennar eftir aukaspyrnu og staðan 0-0 í hálfleik.

Seinni hálfleikurinn var virkilega svipaður nema það að Fjölnir áttu núna fleiri færi og náði Tindastóll ekki að skapa sér neitt fyrr en á 81. mínútu þegar Mur fékk stungusendingu inn fyrir vörn Fjölnis og náði hún góðu skoti á markið sem markvörður Fjölnis réði ekki við og þannig enduðu leikar 0-1 Tindastóls sigur.

Þetta er allt að koma hjá Tindastól eftir að hafa ekki náð að vinna í síðustu þremur leikjum. Eins og ég sagði fyrr þá fer þessi leikur ekki í sögubækurnar sem skemmtilegasti fótboltaleikurinn en Tindastóll náði að halda markinu sínu hreinu og náðu góðu marki og það þarf ekkert alltaf að spila skemmtilegan fótbolta til þess að vinna leiki en stelpurnar sýndu góðan karakter og náðu að klára þennan leik.

Maður leiksins: Murielle Tiernan

Næsti leikur hjá Tindastól er á móti Augnablik og verður leikurinn spilaður á sunnudaginn 18. ágúst klukkan 15:00 á Sauðárkróksvelli.

/EÍG

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir