Ungir og efnilegir Tindastólskrakkar valdir í yngri landslið í körfuknattleik

Þjálfarar yngri landsliða Íslands í körfuknattleik þeir Hákon Hjartarson, Baldur Már Stefánsson, Pétur Már Sigurðsson, Ísak Máni Wium og Baldur Þór Ragnarsson hafa valið sína fyrstu æfingahópa. U15 og U16 ára liðin koma saman ásamt U18 ára drengja til æfinga rétt fyrir jól. U18 stúlkna og U20 ára liðin hefja æfingar þegar Íslandsmótinu lýkur.
 
Tindastóll á þarna fjóra iðkendur í hópnum og eru það snillingarnir Aron Darri Svavarsson (U15), Hallur Atli Helgason (U16), Brynja Líf Júlíusdóttir (U18) og Axel Arnarsson (U18) en svo leynast tveir grjótharðir Tindastólsmenn í U20 ára hópnum en þeir spila í ár fyrir Þór Akureyri og það eru þeir Orri Már og Veigar Örn Svavarssynir.
 
Til hamingju krakkar.
Áfram Tindastóll!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir