Dregið í VÍS-bikarnum í gær

Dregið var í 8-liða úrslitum í VÍS-bikarnum í gær og leikið verður dagana 18.-20. janúar 2025. Stólastúlkur fengu verðugan andstæðing þegar þær voru dregnar á móti Njarðvík en þær sitja í dag í 3. sæti í Bónus-deildinni með sjö sigra og þrjú töp á meðan Stólastúlkur sitja í því 5. með sex sigra og fjögur töp eftir tíu umferðir. Þessi lið mætast næst í Bónus-deildinni þann 4. janúar í Síkinu og svo í VÍS-bikarnum í IceMar-höllinni þann 18. eða 19. janúar. Þetta ættu því að verða æsispennandi leikir ef allir haldast heilir því þegar þessi lið mættust þann 15. okt. sl. sigruðu Stólastúlkur með minnsta mögulega mun, 76-77. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir