Nú er það svart, allt orðið hvítt! - rétt fyrir leik Stólastúlkna gegn Stjörnunni í gær :: Myndband

Það leit ekki sérstaklega vel út tveimur og hálfum tíma fyrir leik Tindastóls og Stjörnunnar að hann gæti farið fram sökum fannfergis. En strákarnir í meistaraflokki sögðust gera allt fyrir stelpurnar og hófu að moka af krafti. Mynd: PF.
Það leit ekki sérstaklega vel út tveimur og hálfum tíma fyrir leik Tindastóls og Stjörnunnar að hann gæti farið fram sökum fannfergis. En strákarnir í meistaraflokki sögðust gera allt fyrir stelpurnar og hófu að moka af krafti. Mynd: PF.

Ekki var útlitið gott rétt fyrir leik Tindastóls og Stjörnunnar í Lengjubikar kvenna þar sem snjó hafði kyngt niður um morguninn svo bregðast þurfti skjótt við og moka völlinn til að leikurinn gæti farið fram. Strákarnir í meistaraflokki munduðu skóflurnar af miklu harðfylgi þremur tímum fyrir leik og fleiri svöruðu kallinu og mættu með skóflur og stærri tæki.

Til að gera langa sögu stutta tókst þetta vel og leikurinn fór fram, og endaði með sigri heimastúlkna eins og sjá má í lýsingu Óla Arnars HÉR.

Hér fyrir neðan má svo skoða smá samantekt á aðstæðum í stuttu vídeói.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir