Stjórn Búsældar ákvað að selja hlutinn í heild til Kaupfélags Skagfirðinga
Í byrjun júlí gerði Kaupfélag Skagfirðinga tilboð í hlut bræðranna Eiðs og Hreins Gunnlaugssona í Kjarnafæði-Norðlenska sem samanlagt áttu 57% í kjötvinnslunni í gegnum eignarhaldsfélagið Búsæld. Yfir 400 bændur áttu einnig hlut í félaginu og var þeim einnig boðið að selja til Kaupfélagsins og fengu frest til 3. september til að svara hvort þeir hefðu áhuga eða ekki. Í ljósi afgerandi niðurstöðu hluthafa til sölunnar ákvað stjórn Búsældar að selja hlutinn í heild.
Búsæld átti um 43% í KN fyrir sölu en meðeigendur Búsældar voru búnir að samþykkja söluna svo í raun lá fyrir að lágmarki 97% hlutafjár myndi skipta um hendur og líklega nær 99% þegar tækist að ná fram afstöðu þeirra 5% hluthafa Búsældar sem ekki hafði náðst í. Í ljósi þessarar afgerandi niðurstöðu hluthafa Búsældar til sölunnar ákvað stjórn Búsældar að selja hlutinn í heild. Ekki var því um neina innköllun að ræða á neinum hlut, KS kaupir allt hlutafé í KN við undirritun kaupsamnings, sem var í september. Búsæld hefur svo komið þeim verðmætum sem félagið fékk fyrir hlut sinn til hluthafa í framhaldinu.
tengdar fréttir..
Kaupfélag Skagfirðinga kaupir Kjarnafæði Norðlenska | Feykir.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.