Meistaraflokkur karla spilar við Keflavík í VÍS bikarnum í kvöld kl. 19:15

Mynd tekin af Facebook-síðu Körufknattleiksdeildar Tindastóls.
Mynd tekin af Facebook-síðu Körufknattleiksdeildar Tindastóls.

Það er leikdagur í dag hjá meistaraflokki karla en þeir mæta eldspræku liði Keflavíkur í Blue-höllinni kl. 19:15. Stólastrákar spiluðu reyndar við þá sl. föstudag og við skulum bara ekkert tala um þann leik því það er lítið frá honum að segja þar sem Keflavík pakkaði þeim saman og var með yfirhöndina allan leikinn. Við skulum vona að þeir fari ekki eins illa með okkur í kvöld því það væri mjög sætt að komast áfram í bikarkeppninni eins og stelpurnar náðu að gera á laugardaginn þegar þær mættu Evu og stelpunum í liði Selfoss í Vallarhúsinu á Selfossi og unnu sannfærandi sigur 60-102.

Karfan.is sagði svo frá því eftir leikinn að Randi Keonsha Brown hafi sett nafn sitt í sögubækur íslensk körfubolta í þessum leik þegar hún gerði sér lítið fyrir og endaði með fjórfalda tvennu í leiknum, eða 31 stig, 15 fráköst, 12 stoðsendingar og 10 stolna bolta.

Með því er hún komin á fámennan lista leikmanna sem náð hafa þessu afreki á Íslandi en meðal annarra á listanum eru Helena Sverrisdóttir, Penny Peppas og Brenton Birmingham. Fjórföld tvenna er sjaldgæft afrek í körfubolta en eins og nafnið gefur til kynna er það þegar leikmaður nær tveggja stafa tölu í fjórum af eftirfarandi fimm tölfræðiþáttum: stigum, fráköstum, stoðsendingum, vörðum skotum og stolnum boltum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir