Fjölmennum í Síkið í boði K-Taks
Kvennalið Tindastóls í körfubolta hefur spilað afar vel það sem af er tímabili, spilað skemmtilegan körfubolta og sýnt það að þær gefast aldrei upp. Í kvöld, þriðjudag, hefst seinni umferðin í Bónus-deild kvenna þegar Aþenukonur koma í heimsókn. Frítt er á völlinn í boði K-Taks og því um að gera að fjölmenna á völlinn, sýna kvennaliðinu þann stuðning sem þær eiga skilið og senda skýr skilaboð um það hversu stolt við erum af þessum frábæru íþróttakonum.
Hörður frá K-Tak segir þau hafa mikinn áhuga á körfubolta “Við hjá K-Tak höfum í mörg ár styrkt starfið hjá Körfuknattleiksdeild Tindastóls. Það hefur verið frábært að fylgjast með uppbyggingunni í kringum kvennaliðið undanfarin ár og við viljum sýna því stuðning með því að bjóða á leikinn. Vonumst við til að Síkið fyllist og það myndist góð stemming.”
Klara Sólveig fyrirliði liðsins segist afar þakklát fyrir stuðninginn “Þetta er frábært framtak hjá K-Tak og við erum mjög þakklátar fyrir það. Ég hvet alla til að nýta sér þetta og mæta til að styðja við bakið á okkur. Áfram Tindastóll!” og Dagur formaður tekur undir með Klöru, "Körfuknattleiksdeild Tindastóls er gríðarlega þakklát fyrir hvað við eigum marga og öfluga styrktaraðila. Nú er um að gera fyrir fólk að mæta með alla fjölskylduna og horfa á spútnik lið deildarinnar spila í Síkinu í boði K-TAK. Stelpurnar spila skemmtilegan körfubolta og væri gaman að sjá sem flesta mæta og sýna stuðning við kvennakörfubolta í verki. Áfram Tindastóll"
/aðsent
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.