Fréttir

Fjórða mót Esju mótaraðarinnar var í gær

Í gær fór fram fjórða mót Esju mótaraðarinnar á Hlíðarendavelli og voru aðstæður til spilamennsku ekki góðar á köflum. Það voru samt sem áður 35 einstaklingar sem létu sig hafa það að fara út og spila og allir kláruðu með mis góðum árangri. 
Meira

KS og Kjarnafæði Norðlenska | Gísli Sigurgeirsson skrifar

Í mörg undanfarin ár hef ég valið vörur frá Kjarnafæði þegar ég kaupi unnar kjötvörur í matinn. Ekki síst vegna þess að ég þekki gæskuríki þeirra bræðra Gunnlaugssona, sem með dugnaði og áræðni byggðu upp stöndugt fyrirtæki, enda með öfluga starfsmenn. Þetta byrjaði allt með því að Eiður vinnur minn fór að sletta kjöti á nokkrar flatbökur í bílskúrnum sínum í Þorpinu, ,,en mjór er mikils vísir”. Flatbökurnar seldust eins og heitar lummur. Úr varð öflugt fyrirtæki, Kjarnafæði, sem Eiður mótaði með Hreini bróður sínum og ,,Kalli bróðir” var þeim til halds og trausts.
Meira

Skagfirðingar! Náið ykkur í eintak af Fjallkonunni

Vissir þú að bókin Fjallkonan, þú ert móðir vor kær, sem var gjöf allra landsmanna í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins bíður þín á Héraðsbókasafni Skagfirðinga á Faxatoginu á Króknum. Einnig er hægt að nálgast eintak á öllum sundstöðum Skagafjarðar.
Meira

Barnamót USAH í frjálsum íþróttum haldið í gær

Barnamót USAH í frjálsum íþróttum var haldið á Blönduóssvelli í gær, þriðjudaginn 9. júlí, og voru þátttakendur alls 76 þar af voru 45 stúlkur og 31 drengur. Yngstu þátttakendurnir voru fæddir árið 2022 og þeir elstu 2014. Allir fengu verðlaunapening og viðurkenningarskjal þar sem árangur þeirra var skráður en keppt var í langstökki, boltakasti, 60m og 400m hlaupi.
Meira

„Stolt af okkar hestum og knöpum,“ segir Unnur Rún

Landsmót hestamanna fór fram í síðustu viku í Víðidalnum í Reykjavík og lauk nú á sunnudaginn. Hestamannafélagið Skagfirðingur sendi að sjálfsögðu keppendur til móts og lagði Feykir nokkrar spurningar fyrir Unni Rún Sigurpálsdóttir, annan þjálfara yngri flokka hjá Skagfirðingi, spurði út í hvernig gekk hjá knöpum félagsins og hvort undirbúningur fyrir Landsmót á Hólum 2026 væri hafinn.
Meira

Tindastólsliðin verða bæði með í Bónus-deildunum

KKÍ og Bónus hafa gert samstarfssamning sín á milli og verður Bónus einn af aðal samstarfsaðilum KKÍ. Úrvalsdeildir karla og kvenna munu nú bera nafn Bónus, Bónus deildin en einnig mun Bónus styðja við landsliðs- og afreksstarf KKÍ.
Meira

Auglýst eftir fræðslustjóra í Austur-Húnavatnssýslu

Starf fræðslustjóra í Austur Húnavatnssýslu er laust til umsóknar. Um er að ræða 100% starf hjá Félags- og skólaþjónustu A-Hún sem er byggðasamlag sveitarfélaganna Húnabyggðar, Skagabyggðar og Skagastrandar. Skagabyggð sameinast Húnabyggð 1. ágúst nk.
Meira

Mörg og fjölbreytt verkefni á tjaldsvæðunum

Loksins stefnir í sæmilega suðræna viku hér norðan heiða með hitatölum vel norður af tíu gráðunum en að vísu með dassi af sunnanvindi á köflum. Það eru því væntanlega einhverjir farnir að plana ferðalög með hjólhýsi eða tjald og því ekki vitlaust að taka stöðuna á tjaldsvæðunum. Feykir hafði samband við Hildi Magnúsdóttur hjá Álfakletti en hún og eiginmaðurinn, Halldór Gunnlaugsson, sem búa á Ríp 3 í Hegranesi, hafa síðan árið 2011 rekið tjaldsvæðin í Varmahlíð, á Sauðárkróki, Hofsósi og á Hólum í Hjaltadal undir merkjum Tjöldum í Skagafirði.
Meira

Nína Morgan vann fimmta Hard Wok mót sumarsins

Fimmta Hard Wok háforgjafarmót sumarsins fór fram í gær þar sem 35 kylfingar tóku þátt. Veðrið var ágætt og skorið á mótinu var mjög gott. Þarna voru margir að spila virkilega vel og fengu allir vöfflur og með því eftir mót. Háforgjafarmót er 9 holu mót fyrir þá kylfinga sem eru með háa forgjöf eða frá 30 og upp í 54. Þeir sem eru með lægri en 30 get að sjálfsögðu verið með en geta ekki unnið til verðlauna.
Meira

Undirritun landsáætlunar um útrýmingu á sauðfjárriðu

Á heimasíðu Stjórnarráðsins segir að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra, Hrönn Ólína Jörundsdóttir forstjóri Matvælastofnunar og Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, hafi undirritað landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu.
Meira