Ferðin á Heimsenda frumsýnd á Blönduósi
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
19.03.2025
kl. 11.50
Leikfélagið á Blönduósi frumsýnir 3.apríl nk. barnaleikritið Ferðin á Heimsenda eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur rithöfund. Ferðin á heimsenda er barnaleikrit sem fjallar um ferðalagið á Heimsenda með verndargripinn geislaglóð sem þarf að fylla af sólarorku svo ekki fari illa fyrir álfaheiminum. Leikritið er fullt af ævintýralegum persónum, álfum, galdrakall, ömmu og hetjum. Verkið er sérstaklega skapað fyrir börn og til að börn geti notið þess að vera í leikhúsi og hentar allri fjölskyldunni. Feykir tók tal af Evu Guðbjartsdóttur formanni leikfélagsins á Blönduósi og spurði hana nokkrar spurningar um gang mála.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.