Kæru íbúar og kjósendur í Norðvesturkjördæmi

MYND AÐSEND
MYND AÐSEND

Við frambjóðendur Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi viljum nota þetta tækifæri til að koma á framfæri okkar innilegustu þökkum fyrir þann mikla stuðning og hvatningu sem þið hafið sýnt Samfylkingunni í nýafstöðnum kosningum. Ykkar traust er dýrmætt og knýr okkur áfram í baráttunni fyrir betra samfélagi. Samfylkingin bætti verulega við sig í kosningunum og fékk einn þingmann kjörinn í kjördæminu.

Kosningabaráttan var snörp og málefnaleg, og viljum við þakka frambjóðendum annarra flokka fyrir góða viðkynningu, með von um gott samstarf.

Áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir í Norðvesturkjördæmi eru margvíslegar. Eftir fjölmörg samtöl við ykkur kjósendur er ljóst að nokkur lykilmál standa upp úr hvar sem komið er í okkar víðfema kjördæmi. Samgöngur, heilbrigðisþjónusta, orkumál og efnahagslegar áskoranir. Það jafnframt mikil eftirspurn eftir raunverulegri byggðastefnu sem styður við blómlegar byggðir og tryggir að ungt fólk geti séð framtíð sína í kjördæminu.

Við lítum til framtíðar með bjartsýni að leiðarljósi. Við hlökkum til að halda áfram samtalinu og leita lausna við að bæta samfélagið.

Að lokum viljum við óska ykkur og fjölskyldum ykkar gleðilegra jóla og farsæls nýs árs. Megi komandi tími færa ykkur gleði og góðar stundir.

Með kærri þökk og hlýjum kveðjum,


Frambjóðendur Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir