Hver hlýtur titilinn Íþróttamaður ársins í Skagafirði?

Mynd tekin af umss.is
Mynd tekin af umss.is

Þann 19. desember nk. mun Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS) og sveitarfélagið Skagafjörður halda sína árlegu hátíðarsamkomu þar sem tilkynnt verður hver hlýtur kosningu íþróttamanns ársins, lið ársins og þjálfara ársins. Á þessari hátíðarsamkomu er öllum þeim sem eru tilnefnir af sínum íþróttafélögum boðaðir og þeim veitt viðurkenningar en einnig fá þeir krakkar sem hafa verið tilnefnd til Hvatningarverðlauna UMSS sínar viðurkenningar.

Í ár eru fjórir íþróttamenn tilnefndir til Íþróttamanns ársins 2024. Það eru þau; Adomas Drungilas körfuknattleiksmaður í UMF Tindastól, Bjarni Jónasson hestamaður í Hestamannafélaginu Skagfirðing, Ísak Óli Traustason, frjálsíþróttamaður í UMF Tindastól og María Dögg Jóhannesdóttir knattspyrnumaður í UMF Tindastól.

Kosningu lýkur í dag 16. desember, en þeir sem kjósa íþróttamenn, lið og þjálfara eru fimm aðilar í stjórn UMSS, þrír fulltrúar frá félags- og tómstundarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar, ritstjóri fréttablaðsins Feykis og forstöðumaður frístunda og íþróttamála í Skagafirði.

Kosið er um þrjú efstu sætin, fyrsta (1.) sæti gefur 10 stig, annað sæti (2.) gefur 7 stig og þriðja (3.) sæti gefur 5 stig.

Í ár er einungis eitt lið tilnefnt til lið ársins; meistaraflokkur kvk. í körfuknattleik UMF Tindastóll.

Til þjálfara ársins er val um þrjár tilnefningar; Annika Líf Maríudóttir Noack, UMF Tindastóll júdódeild, Finnbogi Bjarnason, Hestamannafélaginu Skagfirðing og Sigurður Arnar Björnsson, UMF Tindastóll frjálsíþróttadeild.

Öllum aðildarfélögum og deildum innan UMSS er einnig heimilt að tilnefna einn pilt og eina stúlku sem hlýtur Hvatningarverðlaun UMSS. Tilnefningin skal veitt þeim íþróttamanni sem er áhugasamur, með góða ástundun, sýnir góða hegðun innan vallar sem utan, er góður félagi og telst vera góð fyrirmynd annarra unglinga.

Til Hvatningarverðlauna UMSS árið 2024 eru eftirtaldir aðilar tilnefndir frá:

Axel Arnarsson Ungmennafélagið Tindastóll Körfuknattleiksdeild

Brynjar Morgan Brynjarsson Golfklúbbur Skagafjarðar

Caitlynn Morrie Sandoval Mertola Ungmennafélagið Tindastóll Júdódeild

Emma Katrín Helgadóttir Ungmennafélagið Tindastóll Körfuknattleiksdeild

Fjölnir Þeyr Marinósson Ungmenna- og Íþróttafélagið Smári

Freyja Vilhjálmsdóttir Ungmenna- og Íþróttafélagið Smári

Freyr Hugi Herbergsson Ungmennafélagið Tindastóll Júdódeild

Greta Berglind Jakobsdóttir Hestamannafélagið Skagfirðingur

Halldór Stefánsson Ungmennafélagið Tindastóll Frjálsíþróttadeild

Harpa Sif Hreiðarsdóttir Ungmennafélagið Tindastóll Knattspyrnudeild

Júlía Marín Helgadóttir Ungmennafélagið Tindastóll Badmintondeild

Monika Rut Garðarsdóttir Ungmennafélagið Neisti

Súsanna Guðlaug Halldórsdóttir Hestamannafélagið Skagfirðingur og Ungmennafélagið Tindastóll Frjálsíþróttadeild

Telma Ýr Skarphéðinsdóttir Ungmennafélagið Tindastóll Skíðadeild

Valþór Máni Helgason Ungmennafélagið Neisti

Viktor Smári Davíðsson Ungmennafélagið Tindastóll Knattspyrnudeild

 

Hátíðarsamkoman Íþróttamaður ársins 2024 mun fara fram þann 19.desember nk. í Húsi frítímans kl. 20:00.

Á hátíðarsamkomunni verða einnig veittar viðurkenningar fyrir landsliðsfólk UMSS og styrkir úr Afrekssjóði UMSS, auk þess mun Ungmennafélagið Tindastóll tilkynna Íþróttamann Tindastóls 2024.

Frétt tekin af umss.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir