Lionsklúbburinn Höfði á Hofsósi styrkir nokkur vel valin félög og verkefni í tilefni af 50 ára afmæli klúbbsins

Á myndinni má sjá þá einstaklinga sem tóku á móti styrkjum fyrir hönd sinna félaga og verkefna. Mynd: Þórey Gunnarsdóttir
Á myndinni má sjá þá einstaklinga sem tóku á móti styrkjum fyrir hönd sinna félaga og verkefna. Mynd: Þórey Gunnarsdóttir

Sunnudaginn sl., þann 15. desember, bauð Lionsklúbburinn Höfði á Hofsósi í opið hús í Höfðaborg. Tilefnið var að klúbburinn var 50 ára og var boðið upp á vöfflur, kaffi og kakó fyrir gesti og gangandi. Ekki nóg með það þá ákvaðu félagar í klúbbnum að styrka nokkur vel valin félög og verkefni á Hofsósi og í Skagafirði og voru eftirfarandi verkefni valin. 

Björgunarsveitin Grettir - 300.000 kr. 

Krabbameinsfélag Skagfirðinga - 300.000 kr.

Samgöngusafnið í Stóragerði, Skagafirði - 200.000 í tilefni af 25 ára afmæli safnsins í sumar.

Börn Hjalta Gíslasonar - 200.000 kr. í tilefni á útgáfu vísnabókar eftir Hjalta Gíslason.

Fjóli og Linda - 200.000 kr. fyrir að fóstra skógrækt við Hofsós.

Fjölskylduhjálp Skagafjarðar - 200.000 kr.  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir