Þórður Ingi fyrsti pílukastmeistarinn
Pílukastfélag Skagafjarðar var stofnað á aðventunni og í kjölfarið boðað til jólamóts, í samstarfi við FISK Seafood, sem haldið var þann 28. desember í aðstöðu félagsins á Borgarteig 7 á Sauðárkróki. Opið var fyrir 24 þátttakendur og fylltist í mótið fyrir jól.
Á Facebooksíðu félagsins segir að fjöldi áhorfenda hafi komið til að kíkja á keppnina sem heppnaðist í alla staði mjög vel en keppt var í sex riðlum og að þeim loknum tók við útsláttur. Allir keppendur kepptu a.m.k. fjóra leiki en eftir spennandi keppni var það Þórður Ingi Pálmarsson sem sigraði í mótinu eftir að hafa unnið Hannes Inga Másson í úrslitum. Jón Oddur Hjálmtýsson varð í þriðja sæti.
Ef einhver er að velta fyrir sér hver meistarinn er, þ.e.a.s. Þórður Ingi, þá rekur hann ættir sínar í Egg í Hegranesi, býr nú á Króknum en vinnur alla jafna við að keyra mjólkurbíl. Samkvæmt heimildum Feykis eru rétt rúmlega þrjú ár síðan kappinn hóf að kasta pílu.
Hér má finna myndir frá mótinu á Facebooksíðu Pílukastfélags Skagafjarðar og fleiri upplýsingar um starfseminu >
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.