Fréttir

Uppbygging á Blönduósi og 33 lóðir til úthlutunar

Nú í lok febrúar auglýsti Húnabyggð 33 lóðir til úthlutunar í nýju hverfi á Blönduósi. Um er að ræða 22 einbýlishúsalóðir og ellefu par- og raðhúsalóðir og eru þær staðsettar við Fjallabraut, Holtabraut, Hólabraut og Lækjarbraut. Í samtali við RÚV segir Pétur Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar, uppbygginguna svara þeirri eftirspurn sem hafi verið eftir húsnæði í sveitarfélaginu.
Meira

Kuldi ríkjandi á næstunni þrátt fyrir aukna birtu sólar :: Veðurklúbbur Dalbæjar

Veðurklúbbur Dalbæjar fundaði í gær og spáði að venju í veðrið. Mættir voru, Jón Garðarsson, Haukur Haraldsson, Bergur Þór Jónsson, Hörður Kristgeirsson, Magnús Guðlaugsson, Ragnhildur Von Weisshappel og Kristján Loftur Jónsson.
Meira

Íslistaverk við heitu pottana í Blönduóslauginni

Það þarf ekki alltaf mikið til að gleðja augað og næra sálina. Á Facebook-síðu Íþróttamiðstöðvarinnar á Blönduósi sagði í gær frá því að ekki hafi allir verið ósáttir við að vorið, sem kom á dögunum, væri búið í bili. Ein listakonan sem nú starfar við Textílmiðstöð Íslands á Blönduósi sá tækifæri í nýföllnum snjónum við heita pottinn í sundlauginni og skapaði hin fínustu listaverk sem pottverjar gátu notið á meðan þeir hleyptu yl í kroppinn í kaldri norðanáttinni.
Meira

Naflinn á Norðurlandi vestra :: Leiðari Feykis

Ársþing KSÍ fór fram fyrir stuttu á Ísafirði að viðstöddum stjórnum og ráðum sambandsins ásamt fulltrúum íþróttafélaga víðs vegar að af landinu. Eftir athugun kjörbréfanefndar kom í ljós að litlu mátti muna að þingið teldist ólöglegt þar sem rétt yfir helmingur kjörinna fulltrúa voru mættir við setningu þess. Þar mátti kenna veðri að einhverju leyti um því flugi til Ísafjarðar hafði seinkað og einhverjum hefur efalaust fundist landleiðin það löng að ekki væri þess virði að eyða tíma í þá keyrslu.
Meira

Verum í sitt hvorum skónum 8. mars

Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars beinum við sjónum að kynjamisrétti í öllum myndum og spyrjum okkur hvar skórinn kreppir að sjálfsögðum og eðlilegum mannréttindum kvenna um allan heim. Til að vekja athygli á misræminu milli hugsjónarinnar um fullkomið jafnrétti og veruleika kvenna þá ætla Soroptimistar um víða veröld að vera í sitt hvorum skónum þennan dag og við hvetjum öll til að gera slíkt hið sama. Við vekjum athygli á að:
Meira

Bjarni vill að Vatnsnesvegur verði eitt forgangsverkefna í samgöngubótum

Bjarni Jónsson, þingmaður VG í Norðvesturkjördæmi ræddi uppbyggingu Vatnsnesvegar á alþingi í dag og bendir á hve slæmur hann er og nauðsynlegt sé að byggja hann upp, breikka og leggja bundið slitlag sem allra fyrst. „Vatnsnesvegur er stórhættulegur og úr sér genginn og stendur engan veginn undir þeirri umferð sem um hann fer. Vegurinn er lífæð byggðarinnar og ekið daglega með skólabörn um holótta skemmda vegi þar sem jafnvel stuttar vegalengdir verða að dagpörtum á ferðalagi við ömurlegar og viðsjárverðar aðstæður,“ sagði Bjarni í ræðu sinni.
Meira

Góður sigur hjá 11. flokki karla um helgina

Það var hart barist sl. sunnudag þegar Tindastóll mætti Njarðvík í 11.flokki karla í Síkinu og það var greinilegt að hvorugt liðið ætlaði að gefa tommu eftir í leiknum og var staðan í hálfleik 38-38. Í þriðja leikhluta hélt baráttan áfram og staðan að honum loknum 54 - 52 fyrir Stólastrákum. Í byrjun fjórða leikhluta leit út fyrir að baráttan yrði sú sama en okkar strákar komust loksins á skrið og stungu gestina af og sigruðu að lokum 82-72.
Meira

Skimað fyrir brjóstakrabbameini á landsbyggðinni

Árlega greinast að meðaltali 235 íslenskar konur með brjóstakrabbamein og eru þær í flestum tilvikum eldri en 50 ára. Heilbrigðisyfirvöld mæla með skimun fyrir meininu á grundvelli heildarmats á gagnlegum og skaðlegum áhrifum og hefur Landspítala verið falin framkvæmd skimana í samvinnu við Sjúkrahúsið á Akureyri. Nú í mars og fram í maí verður hins vegar farið á heilsugæslustöðvar á landsbyggðinni m.a. á Hvammstanga, Blönduósi og á Sauðárkróki.
Meira

Nettómótið í Reykjanesbæ

Það komu þreyttir en sáttir krakkar heim í fjörðinn fagra á sunnudagskvöldinu, 5. mars, eftir viðburðaríka helgi í Reykjanesbæ en þar stóð yfir Nettómótið í körfubolta fyrir krakka á aldrinum sex ára (2016) upp í ellefu ára (2012). Alls voru þátttakendur á þessu móti 1080 talsins frá 23 félögum sem mynduðu samtals 221 lið og var spilað í fjórum íþróttahúsum, Blue höllinni og Heiðarskóla í Keflavík og svo Ljónagryfjunni og Akurskóla í Njarðvík.
Meira

Samfylkingin stefnir í ríkisstjórn

Samfylkingin – Jafnaðarflokkur Íslands sendir út ákall til fólks með jafnaðartaug um land allt: „Nú er rétti tíminn til að koma með og mæta til leiks. Við höfum dýrmætan tíma fram að næstu kosningum til Alþingis sem við hyggjumst nýta til fulls,“ segir í tilkynningu flokksins en Samfylkingin hefur hafið undirbúning og verður klár þegar kallið kemur; ekki bara fyrir kosningar og myndun nýrrar ríkisstjórnar heldur fyrir þau risastóru verkefni sem þá munu blasa við flokknum.
Meira