Fréttir

Áfangastaðurinn Norðurland vestra 2030?

Kynningarfundur í Miðgarði í Skagafirði fimmtudaginn 2. mars n.k. kl. 16 – 18 Stefnumótun í ferðaþjónustu -Staða, ímynd og tengsl við byggðaþróun.
Meira

Blikastúlkur heimsækja Krókinn í Lengjubikarnum

Það er sturluð staðreynd að framundan er síðasta helgin í febrúar, tíminn flýgur og á morgun er fyrsti alvöru fótboltaleikurinn þetta árið á Sauðárkróksvelli. Stólastúlkur eru að undirbúa sig fyrir sumar í Bestu deildinni og taka þátt í Lengjubikarnum. Fyrstu gestir ársins á Sauðárkróksvöll eru Blikastúlkur og þar eru því engir aukvisar á ferð.
Meira

Ný deiliskipulagstillaga fyrir Kálfshamarsvík

Á fundi sveitarstjórnar Skagabyggðar þann 16. febrúar sl. var samþykkt að endurauglýsa deiliskipulagstillögu fyrir Kálfshamarsvík. Deiliskipulagssvæðið er um 20 hektarar að stærð og er í samræmi við gildandi aðalskipulag. Kálfshamarsvík er á náttúruminjaskrá en í byrjun 20. aldar var þar útgerð um 100 manna byggð en var komin í eyði um 1940. Svæðið er nú vinsæll viðkomustaður ferðamanna sem kallar á uppbyggingu á þjónustu og bætt aðgengi.
Meira

Hvar er sanngirnin í þessu?!?

Herra Hundfúlum var bent á það að næstu tveir leikir Stólastúlkna í 1. deild kvenna í körfunni væru gegn Hamri og Þór og síðan Aþenu, Leikni og UMFK. Er ekki ansi ósanngjarnt að þær þurfi að spila við fimm félög í tveimur leikjum? Hvar er jafnræðisreglan núna?
Meira

Arnar átti fínan leik gegn sterkum Spánverjum

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik lék gegn Evrópu- og Heimsmeisturum Spánar í Laugardalshöllinni í gær en leikurinn var liður í undankeppni fyrir HM. Spánverjarnir mættu til leiks með nokkurs konar B- lið en breiddin á Spáni er mikil og það reyndist þeim ekki mikið vandamál að leggja íslenska liðið. Lokatölur voru 61-80 en Norðlendingarnir í liði Íslands stóðu sig einna best; þeir Tryggvi Hlinason og Arnar Björnsson.
Meira

Skuldlaus þrátt fyrir verulegar framkvæmdir

„Eins og áður tókst okkur að komast skuldlaus frá árinu þrátt fyrir verulegar framkvæmdir við kirkjugarðinn og eigum við kirkjugarðsvinum það mikið að þakka en þeim fjölgaði um tvo á fundinum,“ skrifar Valdimar Guðmannsson á Facebook-síðu sína Valli Húnabyggð en aðalfundur kirkjugarðsins á Blönduósi var haldin í gær í sal Samstöðu að þverbraut 1.
Meira

Stefnt á að klára brúna yfir Vesturhópshólaá fyrir sumarið

Brúavinnuflokkur Vegagerðarinnar vinnur að byggingu brúar yfir Vesturhópshólaá á Vatnsnesvegi og segir í Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar að framkvæmdir hafi gengið vel framan af en þær hófust í haust. Í desember og janúar lá vinna að mestu niðri vegna kuldatíðar en stefnt er að því að klára framkvæmdir við brúna fyrir sumarið en samhliða er unnið að vegagerð á rúmlega tveggja kílómetra kafla.
Meira

Öskudagurinn er einn allra besti dagur ársins

Það var öskudagur í gær og hefur sennilega ekki farið framhjá mörgum manninum. Alls konar karakterar, sumir sælir en aðrir all rosalegir, vappandi um göturnar með poka í hönd eða á baki. Síðan voru fyrirtæki og stofnanir heimsótt um allar trissur og sungið í skiptum fyrir eitthvað sætt.
Meira

Alberto Sanchez Montilla bætist í leikmannahóp Kormáks Hvatar

„Genginn er til liðs við Kormák Hvöt Alberto Sanchez Montilla, 27 ára örvfættur miðvörður frá Andalúsíu-héraði á Spáni,“ segir á aðdáendasíðu Kormáks í fótboltanum. Þar kemur fram að Alberto sé fjall af manni og einmitt það sem liðið hafi vantað í hina hörðu baráttu 3. deildar sem er framundan.
Meira

„Það er svo gott í hjartað að vinna leik“

Þar kom loks að því að Stólastúlkur brutu ísinn og lögðu eitthvað annað lið en Breiðablik b í parket þennan veturinn. Og það var ekki eins og það væru einhverjir aukvisar sem heimsóttu Síkið í gær því um var að ræða eitt af toppliðum deildarinnar, lið Snæfells sem hefði með sigri verið í námunda við lið Þórs Akureyri og Stjörnunnar sem eru efst í 1. deild kvenna. Góður annar leikhluti kom liði Tindastóls í bílstjórasætið og lið Snæfells náði ekki vopnum sínum enda bandarískur leikmaður liðsins eitthvað illa fyrir kölluð í gær og fékk sína fimmtu villu í upphafi þriðja leikhluta. Lokatölur 76-69.
Meira