Fréttir

Límónu fiskur og sykurlausar bollakökur

Matgæðingar vikunnar í tbl 41, 2022, voru Helgi Svanur Einarsson og Gígja Hrund Símonardóttir á Króknum. Gígja er fædd og uppalin í Hegranesi í Skagafirði, en Helgi er fæddur og uppalinn í Torfalækjarhreppi hinum forna í nágrenni Blönduóss og hafa þau bæði búið á Sauðárkróki síðastliðin 20 ár.
Meira

Hugrenningar um þorrablót :: Áskorandapenni Jón Kristófer Sigmundsson Hæli

Rúnar vinur minn hringdi í mig og bað mig um að taka við áskorun um að skrifa pistil í Feyki. Auðvitað sagði ég já við því eins og flestu öðru. Við hinar og þessar sameiningar á sveitarstjórnarstigi í gegnum tíðina hefur sumt staðið af sér allar sameiningar, svo sem Þorrablót og búnaðarfélögin. Þar ríghalda gömlu hreppamörkin ennþá. Og einmitt í kvöld þegar þetta er skrifað er Hreppablótið. Það er alltaf mikil tilhlökkun að koma á hreppablótið enda ein fjölmennasta skemmtun sem fer fram í A-Hún.
Meira

Tveir vinningshafar smásagnakeppni Félags enskukennara úr Húnaskóla

Í smásagnakeppni FEKÍs (Félag enskukennara) sem hófst 26. september, á evrópska tungumáladeginum átti Húnaskóli tvo vinningshafa. Á heimasíðu Húnabyggðar kemur fram að keppnin sé haldin ár hvert meðal grunn- og framhaldsskólanema á Íslandi og var þema keppninnar í ár „Power“.
Meira

Telja mikilvægt að brugðist verði við lökum árangri í PISA-könnunum

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði í vikunni fram skýrslubeiðni til mennta- og barnamálaráðherra um læsi. Skýrslubeiðnin var samþykkt á Alþingi á miðvikudag en alls eru 20 flutningsmenn á málinu, þeirra á meðal ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokksins.
Meira

Feykir kannar hug lesenda til laganna í Söngvakeppninni

Þeir sem eru sökkerar fyrir netkönnunum geta nú tekið þátt í óvísindalegri könnun Feykis en spurt er hvert framlag Íslands verður í Eurovision sem fram fer í Bítlaborginni Liverpool í maí næstkomandi. Fimm lög keppa til úrslita annað kvöld (laugardag) í þráðbeinni útsendingu í Sjónvarpinu en þar munu snillingarnir Ragnhildur Steinunn, Unnsteinn Manúel og Sigurður Þorri leiða landann í gegnum gleðisprengjusvæði Söngvakeppninnar.
Meira

Lazar Čordašić, hokinn af reynslu og löðrandi af gæðum, til Kormáks Hvatar

Stjórn meistaraflokksráðs Kormáks Hvatar er á lokametrunum með styrkingar liðsins fyrir sumarið segir á aðdáendasíðu Kormáks en enn einn leikmaðurinn er þar kynntur til leiks. Þar er á ferðinni djúpi miðjumaðurinn Lazar Čordašić, hokinn af reynslu og löðrandi af gæðum. „Hans helstu kostir á velli eru að hann les leikinn eins og opna bók, er gjarna réttur maður á réttum stað og færir liðinu ró og öryggi á miðsvæðinu. Sannkallaður gæðastjóri hér á ferð.
Meira

Lið Hamars/Þórs með öruggan sigur á Stólastúlkum

Eftir fínan sigur á liði Snæfells á dögunum komu Stólastúlkur niður á jörðina þegar þær mættu liði Hamars/Þórs í Hveragerði í gær. Eftir fína byrjun Tindastóls náðu heimastúlkur undirtökunum í leiknum, bættu smám saman við forskotið og fór svo að lokum að þær höfðu 19 stiga sigur. Lokatölur 90-71.
Meira

Stækkun Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í farvegi

„Auka þarf verulega námsaðstöðu til starfsnáms í framhaldsskólum og móta aðgerðaáætlun til draga úr húsnæðisnotkun í bóknámi út frá spá um þróun á fjölda nemenda í framhaldsskólum til ársins 2033,“ segir á heimasíðu Stjórnarráðsins en það var niðurstaða greinargerðar um húsnæðisþörf í framhaldsskólum næstu tíu árin sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, kynnti í morgun.
Meira

Svavar Knútur með tónleika í Bjarmanesi

Menningarmiðja Norðurlands stendur fyrir tónleikum með Svavari Knúti í Bjarmanesi á Skagaströnd annað kvöld 3. mars klukkan 20:30. „Hugljúfa söngvaskáldið syngur fyrir okkur blöndu af frumsömdu og sígildum lögum ásamt einstökumm furðusögum,“ segir í tilkynningu Menningarmiðjunnar.
Meira

Einn sigur og eitt tap hjá 11. flokki drengja um síðustu helgi

Laugardaginn 25. febrúar mættust Tindastóll og Valur í 11. flokki drengja í Origohöllinni. Stólarnir voru alltaf skrefi á undan í fyrra hálfleik, staðan 37-43 fyrir Stólunum. Í seinni hálfleik hélt baráttan áfram en okkar strákar náðu ekki að halda haus og töpuðu leiknum 79-66.
Meira