Íslistaverk við heitu pottana í Blönduóslauginni

MYND AF FBSÍÐU ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐVVARINNAR Á BLÖNDUÓSI
MYND AF FBSÍÐU ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐVVARINNAR Á BLÖNDUÓSI

Það þarf ekki alltaf mikið til að gleðja augað og næra sálina. Á Facebook-síðu Íþróttamiðstöðvarinnar á Blönduósi sagði í gær frá því að ekki hafi allir verið ósáttir við að vorið, sem kom á dögunum, væri búið í bili. Ein listakonan sem nú starfar við Textílmiðstöð Íslands á Blönduósi sá tækifæri í nýföllnum snjónum við heita pottinn í sundlauginni og skapaði hin fínustu listaverk sem pottverjar gátu notið á meðan þeir hleyptu yl í kroppinn í kaldri norðanáttinni.

Ekki er að sjá að Veðurstofan geri ráð fyrir einhverjum stórviðrum á næstunni en nokkuð ljóst að norðlægar áttir með tilheyrandi bláum hitatölum verða í talsverðu framboði. Stöku éljabakkar gera vart við sig fram að helgi í það minnsta og um helgina er alla jafna spáð nokkuð stilltu veðri en frostið oft yfir tíu gráðum og gæti jafnvel farið í -20 fram til sveita.

En ekkert er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Í frostinu og éljunum síðustu daga hefur bætt í snjóinn á annars frekar snjóléttum skíðasvæðum og vonandi tekst að opna skíðasvæðið í Tindastólnum fyrir helgina.

Fleiri myndir af listaverkunum við heitu pottana í lauginni á Blönduósi >

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir