Fréttir

Varið ykkur á ótraustum ís og fræðið börnin um hættuna

Í kuldunum sem ríkt hefur undanfarið á landinu bláa hefur ís náð að myndast við sjávarborð við ströndina hér norðanlands og má þannig m.a. sjá í smábátahöfninni á Sauðárkróki. Feykir fékk ábendingu um hættulegan leik manns sem gengur á ísnum milli flotbryggja. Ekki þarf að fara mörgum orðum um það að illa getur farið ef ísinn bregst við þessar aðstæður en mynd af manninum náðist í myndavélakerfi Skagafjarðarhafna við höfnina að kvöldi síðasta þriðjudags.
Meira

Þörungaeldi er vaxandi grein

Á dögunum var kynnt skýrsla alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi. Þar var komið inn á tækifæri og áskoranir í þörungaeldi á Íslandi. Í skýrslunni segir að þörungarækt í heiminum hafi færst í vöxt til að mæta aukinni eftirspurn og bæta framleiðslustýringu. Fjallað er um hvernig skipta megi þörungaeldi í tvær talsvert ólíkar undirgreinar, þ.e. smá- og stórþörungaframleiðslu og svo ólíkar aðferðir sem notaðar eru við ræktun, uppskeru og vinnslu.
Meira

Þátttakendur óskast í kvennafjölmenningarverkefni í Húnaþingi vestra

„Ert þú kona búsett í Húnaþingi vestra en fædd og uppalin erlendis? Ef svarið er já þá viljum við endilega fá þig með í ljósmyndaverkefni sem verður svo að stórkostlegri ljósmyndasýningu sem opnar á Unglist – Eldi í Húnaþingi sumarið 2023,“ segir í tilkynningu Gretu Clough sem stendur verkefninu ásamt Juanjo Ivaldi Zaldívar og Húnathingi vestra.
Meira

Björg og Korgur fyrst í brautina í fimmgangi Meistaradeildar KS á morgun

Fimmgangur í Meistaradeild KS í hestaíþróttum, fer fram á morgun föstudaginn 17. mars í Reiðhöllinni Svaðastaðir á Sauðárkróki kl. 19:00. Ráslistinn er klár og mun ein af nýliðum deildarinnar, hin tvítuga Björg Ingólfsdóttir á Dýrfinnustöðum, mæta fyrst í brautina með Korg frá Garði. Björg er í landsliðshópi LH U-21 en í Meistaradeildinni keppir hún fyrir lið Equinics.
Meira

Sameiginleg lið Kormáks og Tindastóls í 7.flokki í körfubolta að stíga sín fyrstu skref á fjölliðamótum

Ofurspenntir krakkar í sameiginlegum liðum Kormáks og Tindastóls í 7. flokki brunuðu á fjölliðamót síðustu helgi, stúlknahópurinn spilaði í Borganesi í d-riðli og drengirnir í vesturbænum í f-riðli. Þarna voru á ferðinni krakkar sem voru að taka sín fyrstu skref í keppnisferð á körfuboltavellinum. Það mátti sjá framfarir eftir hvern leik því reynslan sem krakkarnir taka frá þessum mótum er gífurlega mikilvæg fyrir áframhaldandi uppbyggingu bæði hjá einstaklingunum og liðsheildinni.
Meira

Truflanir í hitaveitu á Sauðárkróki :: Sundlauginni lokað

Vegna kuldans sem nú ríkir virðist sem þrýstingur hafi fallið í hitaveitu í bænum, fyrst í efri byggðum en síðar í öllum bænum. Búið er að loka sundlauginni og biðja stórnotendur að draga úr notkun.
Meira

Hjalti Pálsson hlaut viðurkenningu Hagþenkis fyrir Byggðasögu Skagafjarðar

Hjalti Pálsson, ritstjóri Byggðasögu Skagafjarðar, hlaut í gær viðurkenningu Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, fyrir ritröðina sem telur alls tíu bindi. Útgefandi Byggðasögunnar er Sögufélag Skagfirðinga. Fram kemur í greinargerð Hagþenkis að þar væri á ferðinni mikilsumsvert framlag til lengri tíma en í ályktunarorðum viðurkenningarráðsins sagði um ritin: „Yfirgripsmikið fjölbindaverk, skrifað af þekkingu og stutt margvíslegum heimildum ásamt fjölda ljósmynda.“
Meira

Dagmar Helga Helgadóttir sigraði í Stóru upplestrarkeppninni

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Skagafirði var haldin í sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í gær. Stóra upplestrarkeppnin hefur verið haldin í alls 22 skipti í Skagafirði. Stóra upplestrarkeppnin er miklu meir en keppni einn dagpart því er markvisst unnið með framsögn í skólastarfi allt frá degi íslenskrar tungu á ári hverju, en markmið Stóru upplestarkeppninnar er að allir nemendur fái þjálfun í því að lesa upp, sjálfum sér og öðrum til ánægju.
Meira

Fréttatilkynning Húnabyggðar um nauðsyn þess að breyta raforkulögum

Sveitarstjórn Húnabyggðar tók á fundi sínum í gær undir bókanir Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Samtaka Orkusveitarfélaga um nauðsyn þess að breyta raforkulögum til að tryggja framgang orkuframleiðslu í landinu á eftirfarandi hátt:
Meira

Tap hjá 10. fl. drengja gegn Breiðablik b

Á sunnudaginn mættust Tindastóll og Breiðablik b í 10. flokki drengja og því miður er lítið hægt að segja um þennan leik nema að okkar strákar náðu sér aldrei á strik.
Meira