Fréttir

Alexandersflugvöllur á Sauðárkróki sem varaflugvöllur - Bjarni Jónsson skrifar

Treysta þarf stöðu Alexandersflugvallar á Sauðárkróki í grunnneti samgangna með því að skilgreina hann sem varaflugvöll og ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir og fjárfestingu í búnaði svo að flugvöllurinn geti orðið vottaður varaflugvöllur fyrir millilandavélar sem ekki geta lent á öðrum flugvöllum landsins. Í því skyni þarf að uppfæra mögulegt þjónustustig Alexandersflugvallar hvað varðar viðhald, aðstöðu, búnað, flug- og lendingaröryggi og viðbragðstíma gagnvart almennum lendingum og sjúkraflugi.
Meira

Byssusýning 2023 :: Veiðisafnið – Stokkseyri

Byssusýning Veiðisafnsins á Stokkseyri, sem í ár verður í samvinnu við verslunina VEIÐIHORNIÐ og SKOTGRUND - Skotfélag Snæfellsness, verður haldin laugardaginn 18. og sunnudaginn 19. mars 2023 frá kl. 11–18 í húsakynnum Veiðisafnsins, Eyrarbraut 49 Stokkseyri.
Meira

„Loksins komnir með þjálfara sem mun koma okkur á beinu brautina“ :: Liðið mitt Elvar Örn Birgisson

Elvar Örn Birgisson, bóndi og veiðimaður á Ríp 2 í Hegranesi, er mikill áhugamaður um íþróttir og heldur með Manchester United í Ensku úrvalsdeildinni. Hann er í sambúð með Elínu Petru Gunnarsdóttur og saman eiga þau þrjú börn. „Það er mikill fótboltaáhugi í fjölskyldunni og nánast allir styðja Man. Utd. þannig það var ekkert annað sem var boðið upp á í uppeldinu og þannig mun uppeldið á mínum börnum vera,“ segir hann aðspurður um uppáhalds liðið. Elvar Örn svarar hér spurningum í Liðinu mínu í Feyki.
Meira

Lasanja að hætti Rósinberg og brauðið góða

Að Hlíðarvegi 24 á Hvammstanga eru til heimilis Elín Jóna Rósinberg, matgæðingur úr tbl 46, 2022, Dagur Smári, einkaerfinginn hennar, og Eva Dögg, uppáhalds tengdadóttirin. Þau mæðgin hafa alla tíð búið í Húnaþingi vestra, fyrir utan námstíma Elínar, en hafa þó aldrei verið með lögheimili annars staðar og Eva Dögg er ættuð frá Hvammstanga.
Meira

Gæðingalist er keppni í þjálfun og heimavinnu, segir Fredrica Fagerlund

Sigurvegari gæðingalistar í Meistaradeild KS í hestaíþróttum er Fredrica Fagerlund á hestinum Stormi frá Yztafelli. Hún er reiðkennari frá háskólanum á Hólum, búsett í Mosfellsbæ ásamt manni sínum Sigurði H. Örnólfssyni og tveimur börnum þeirra fimm ára og fimm mánaða. Fredrica er finnsk að uppruna en flutti til Íslands fyrir þrettán árum.
Meira

Það er ekki hægt að hlusta á allar mömmur á Spotify / ELSA RÓBERTS

Nafn Elsu Rutar Róbertsdóttur datt alveg óvart í fang Feykis þegar verið var að leita að fórnarlömbum í Tón-lystina. Eftir smá nöldur ákvað hún að takast á við verkefnið. Elsa, sem er fædd 1981, býr á Norðurbrautinni á Hvammstanga og það er alveg slatti af tónlistarhæfileikum í ættinni; þannig hafa bræður hennar, Júlíus og Þorsteinn báðir svarað Tón-lystinni fyrir nokkru síðan og Elsa er því þriðja barn hjónanna Hafdísar og Róberts á Hvalshöfða til að svara þættinum. „Ég ólst upp í Hrútafirði, fyrst á Borðeyri en síðan Reykjaskóla. Eftir að hafa prófað að búa í Kópavogi í smá tíma fluttist ég aftur norður og hef búið á Hvammstanga síðan 2006,“ segir hún.
Meira

Kjúklingur í pestósósu og letingjabrauð

Það eru Kolbrún Ágústa Guðnadóttir og Atli Þór Gunnarsson sem voru matgæðingar vikunnar í tbl 44, 2022. Kolbrún er úr Reykjavík og Atli er frá Kirkjubæjarklaustri en þau fluttu að Mánaskál í Laxárdal árið 2011 en keyptu síðar jörðina Sturluhól og hafa látið fara vel um sig þar undanfarin ár. Þau eiga því í raun tvö heimili, í Skagabyggð og Húnabyggð þó að stutt sé á milli bæja.
Meira

Bjarni Jónsson heimsótti stríðshrjáða Úkraínu :: „Við viljum ekki tapa landinu okkar eða fullveldinu,“ sagði Zelensky forseti Úkraínu

Bjarni Jónsson, þingmaður Norðvesturkjördæmis og formaður utanríkismálanefndar, heimsótti hið stríðsþjáða land Úkraínu á dögunum, réttu ári eftir innrás Rússa í landið. Mikil leynd ríkti yfir ferðum Bjarna og annarra gesta í sömu ferð og segir Bjarni m.a. að hann hafi ferðast með myrkvaðri lest yfir nótt til Kiev í Úkraínu frá Póllandi þann 22. febrúar. Til baka kom hann svo 25. sama mánaðar og tók það ferðalag um tólf klukkustundir.
Meira

Smábátahöfnin á Króknum lögð og ís hleðst upp í fjörum :: Myndband

Það er föstudagur 10. mars 2023 upp úr hádegi þegar Feykir kíkti í fjöruna við Krókinn. Ekki kaldasti dagur ársins en fjaran hvít af ís og smábátahöfnin lögð. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands mældist frostið á sjálfvirkri veðurstöð á Sauðárkróksflugvelli kl. 08:00 -9,9 °C og blés að norð-norð-austan 9 m/s. Sjávarhiti samkvæmt mæli Skagafjarðarhafna -0,42°C.
Meira

Örmagna ferðamaður sóttur á Vatnsrásarhöfuð

Síðdegis í gær, fimmtudag, óskuðu tveir ferðamenn sem voru á ferð að eða frá íshelli í Kötlujökli eftir aðstoð, þar sem annar þeirra hafði örmagnast á göngunni. Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að fólkið hafi verið statt á Vatnsrásarhöfði, rétt norður af Remundargilshöfði, þar sem liggur þekkt gönguleið úr Þakgili að Kötlujökli.
Meira