Fréttir

Törnering hjá 7.fl. stúlkna í Síkinu sl. helgi

Um helgina fór fram fjórða umferð Íslandsmóts 7. flokks og var B-riðill stúlkna spilaður í Síkinu á Sauðárkróki og gekk það vel fyrir sig. Stelpurnar okkar spila í sameiginlegu liði Tindastóll/Kormákur og áttu þær fjóra leiki yfir helgina.
Meira

Göfug markmið hálli en áll :: Leiðari Feykis

„Ef þú nærð takmarkinu þínu, þá stefnirðu greinilega ekki nógu hátt,“ sagði Michelangelo forðum. Það er göfugt að hafa háleit markmið, sérstaklega ef þau eru raunsæ. Ég t.d. er löngu hættur að reyna að setja mér markmið sem ég veit að koma aldrei til með að verða að veruleika og hrekk hreinlega í kút þegar ég dett í einhverja fáránlega dagdrauma um kílóamissi með breyttu mataræði eða stórátök í ræktinni. Mér finnst betra að hugsa eins og tækjaglaður iðnaðarmaður: Betra er að eiga en vanta!
Meira

Morgunverðarfundur: Jarðvegsmengun – áskoranir, launir og nýting auðlindar -- Uppfært

Nú kl. 9 hefst morgunfundur Verkís sem ber yfirskriftina Jarðvegsmengun – áskoranir, lausnir og nýting auðlindar. Þar munu þrír fyrirlesarar auk fundarstjóra og sérfræðingur Verkís flytja erindi. Fundurinn stendur til kl. 10.30
Meira

Eimskip gerist einn af aðal styrktaraðilum Landsbjargar

Eimskip og Slysavarnafélagið Landsbjörg hafa gert með sér samstarfssamning þar sem fyrirtækið gerist einn af aðal styrktaraðilum Landsbjargar, með sérstaka áherslu á að styðja við björgunarstarf og forvarnir á sjó og landi. Í sameiningu munu félögin vekja sérstaka athygli á slysavarnaverkefninu Örugg á ferðinni, sem snertir á öllum flötum samgangna, og sérstaklega hvetja til aukinnar hjálmanotkunar.
Meira

Aðalmenn og varamenn taka sæti á Alþingi

Í gær tók Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra, sæti á Alþingi sem varaþingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi fyrir Eyjólf Ármannsson og mun sitja út næstu viku. Sigurjón hefur áður setið á þingi, en hann var þingmaður Frjálslynda Flokksins á árunum 2003-2007.
Meira

Ragnar Helgason ráðinn í starf sérfræðings á fjölskyldusviði

Ragnar Helgason hefur verið ráðinn í starf sérfræðings á fjölskyldusviði hjá sveitarfélaginu Skagafirði. Á Skagafjordur.is kemur fram að Ragnar taki við starfinu af Erlu Hrund Þórarinsdóttur sem lét nýlega af störfum, en hún er eiginkona Ragnars.
Meira

Nýtt veðurkort á Feyki.is í samstarfi við Bliku

Feykir hefur gert samkomulag við veðurspávefinn blika.is, sem Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur gerir út, og birtir veðurspár og -athuganir á Feykir.is. Vefur Bliku var uppfærður og betrumbættur fyrr á þessu ári en hann hefur verið í loftinu frá 2019 og byggir á sömu hugmynd og yr.no þar sem hægt er að velja staðspár fyrir tæplega 10 þúsund staði hér á landi.
Meira

Frjálsíþróttakrakkar USAH stóðu sig afburða vel á Akureyrarmóti UFA

Akureyrarmót UFA og Kjarnafæði Norðlenska var haldið í Boganum sl. laugardag þar sem keppt var í flokkum frá 10-11 ára upp í karla- og kvennaflokk. Auk þess var boðið upp á þrautabraut fyrir níu ára og yngri. Keppendur USAH stóðu sig afburða vel og unnu til flestra gullverðlauna á mótinu eða 17 alls. Auk þess komu ellefu silfurverðlaun í hús og og þrenn brons eða 31 verðlaun í heildina. Umf. Fram var með tvenn gullverðlaun, ein silfur- og ein bronsverðlaun og Hvöt með fimmtán gull-, tíu silfur- og tvenn bronsverðlaun.
Meira

Gunnar Páll Ólafsson ráðinn í starf verkstjóra Þjónustumiðstöðvar

Gunnar Páll Ólafsson hefur verið ráðinn í starf verkstjóra Þjónustumiðstöðvar á veitu- og framkvæmdasviði hjá sveitarfélaginu Skagafirði. Á heimasíðu sveitarfélagsins segir að Gunnar Páll hafi starfað um árabil á Bifreiðaverkstæði Kaupfélags Skagfirðinga í ýmsum störfum en í dag starfar hann sem þjónustu- og gæðastjóri bifreiðaverkstæðisins samhliða viðgerðum.
Meira

Ómetanlegt samstarf Höfðaskóla við Nes listamiðstöð

Nemendur í myndmennt í Höfðaskóla á Skagaströnd heimsóttu Nes listamiðstöð og kynntust þar m.a. kínverskri leturgerð hjá þeim Martin og Wen-Hsi. Á heimasíðu skólans segir samstarfið við Nes listamiðstöð vera ómetanlegt.
Meira