Törnering hjá 7.fl. stúlkna í Síkinu sl. helgi
Um helgina fór fram fjórða umferð Íslandsmóts 7. flokks og var B-riðill stúlkna spilaður í Síkinu á Sauðárkróki og gekk það vel fyrir sig. Stelpurnar okkar spila í sameiginlegu liði Tindastóll/Kormákur og áttu þær fjóra leiki yfir helgina.
Á síðasta móti unnu þær sig upp í þennan riðil og mættu ÍA, ÍR, KR og Val. Á laugardeginum spiluðu þær við ÍA og KR og töpuðust báðir leikirnir. Á sunnudeginum spiluðu þær á móti ÍR og Val og töpuðust því miður báðir leikirnir líka. En róðurinn í B -riðli var aðeins erfiðari en í C riðli sem mátti við búast en þá er bara að spýta í lófanna og vinna sig aftur upp í B riðil á næstu törneringu sem fram fer 22.-23. apríl nk.
Tindastóll/Kormákur – ÍA 17 – 25
Tindastóll/Kormákur – KR 9 – 41
Tindastóll/Kormákur – ÍR 15 – 24
Tindastóll/Kormákur – Valur 11 – 37
Áfram Tindastóll!
/ Thelma Knútsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.