Aðalmenn og varamenn taka sæti á Alþingi
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
14.03.2023
kl. 10.55
Í gær tók Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra, sæti á Alþingi sem varaþingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi fyrir Eyjólf Ármannsson og mun sitja út næstu viku. Sigurjón hefur áður setið á þingi, en hann var þingmaður Frjálslynda Flokksins á árunum 2003-2007.
Þá tekur Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Framsóknarflokki, formaður framtíðarnefndar sæti sitt á ný og hverfur þá varþingmaður hennar Friðrik Már Sigurðsson af þingi.
Aðrir sem koma inn að nýju eru Þórunn Sveinbjarnardóttir og Inga Sæland í stað Guðmundar Andra Thorssonar og Wilhelms Wessman. Þá tekur Píratinn Eva Sjöfn Helgadóttir sæti fyrir Gísla Rafn Ólafsson.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.