Karólína í Hvammshlíð fær styrki til þróunarverkefna í sauðfjárrækt
Matvælaráðuneytið úthlutaði nýverið rúmum 172 milljónum króna til 51 þróunarverkefnis á árinu 2024. Um er að ræða 23 verkefni í sauðfjárrækt, 16 í nautgriparækt og níu í garðyrkju.
Á meðal styrkhafa er Karólína Elísabetardóttir í Hvammshlíð. Hún fær tæpa eina og hálfa milljón vegna verkefnis sem heitir Leitin að íslenska vaðmálinu – upphefjum íslenskt hráefni og framleiðslu. Auk þess fær hún 550 þúsund krónur til verkefnis sem heitir Silfur og gull – frumrannsókn á eðli og erfðum kollótta og gula litarins, þetta kemur fram á vefsíðunni huni.is
Í fyrsta sinn var úthlutað til þróunarfjár hrossaræktar, samtals átta milljónum króna til þriggja aðila. Háskólinn á Hólum fær samtals sex milljónir til tveggja verkefna sem tengjast hrossarækt. Annað verkefnið heitir Áhrif hreyfingar og umhverfis á atgervi unghrossa og hitt heitir Fræðslugátt og efling rannsókna tengdum íslenska hestinum.
Sjá má aðrar úthlutanir hér.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.