Nokkrar smellnar myndir frá rostungsheimsókn hinni þriðju
Það þarf ekkert að tvínóna við að fullyrða að athyglisverðasti gesturinn í Skagafirði síðustu vikuna hafi verið rostungurinn sem prílað hefur upp á flotbryggju og grjótgarð í smábátahöfninni á Sauðárkróki. Ekki er annað að sjá en að hann hafi notið athyglinnar enda áhorfendur haldið sig í fjarlægð. Feykir fékk góðfúslegt leyfi hjá Róbert Daníel Jónssyni ljósmyndara til að birta nokkrar magnaðar myndir af dýrinu.
Róbert Daníel skaust yfir Þverárfjallið sl. fimmtudag þegar rostungurinn mætti í þriðja sinn í höfnina og þá í félagi við 180 metra langt skemmtiferðaskip. Myndirnar segja sína sögu.
Svo eru skiptar skoðanir á því hvort um sama rostunginn sé að ræða í þessum þremur tilfellum eða um hvaða kyn sé að ræða. Jú, svona er lífið spes við ysta haf.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.