Fréttir

Fjármálaráðherra ber fulla ábyrgð

Alþingi veitti fjár­málaráðherra heim­ild til að selja eign­ar­hlut rík­is­ins í Íslands­banka með lög­um um sölumeðferð eign­ar­hluta rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um frá 2012 og sér­stakri heim­ild í fjár­lög­um fyr­ir árið 2022.
Meira

Dásamleg upplifun sælkera á Bjórhátíðinni á Hólum

Bjórhátíðin á Hólum verður haldin nk. laugardag 1. júlí og er það í ellefta sinn sem hún er haldin. Hátíðin stendur frá kl 15:00 – 19:00 en á svæðið mæta helstu bjórframleiðendur landsins og kynna fjölbreytt úrval af gæðabjóra.
Meira

Leitað að meira af heitu vatni við Reyki

Nú í byrjun vikunnar hófst borun fyrir hitaveitu Blönduóss og Skagastrandar á fyrstu af fjórum rannsóknarholum við Reyki, skammt frá Húnavöllum. Farið er í verkefnið til að finna meira heitt vatn fyrir veituna en afkastageta núverandi svæðis er að verða fullnýtt. Fram kemur í frétt á síðu RARIK að holurnar eru staðsettar að tillögu ÍSOR austan og vestan við núverandi vinnslusvæði í þeim tilgangi að leggja mat á stærð svæðisins, rannsaka hvort mögulega megi finna meira heitt vatn utan við núverandi vinnslusvæði og til að finna hentuga staðsetningu fyrir vinnsluholu, sem gert er ráð fyrir að boruð verði í framhaldinu.
Meira

Hvalveiðibann byggt á misskilningi?

Mikið hefur verið rætt og ritað um ákvörðun matvælaráðherra að banna hvalveiðar til 1. september. Næstu 10 vikur fara í að kanna hvort unnt sé að stunda veiðarnar og uppfylla lög um velferð dýra á skv. svörum Svandísar á opnum fundi atvinnuveganefndar. Maður veltir fyrir sér hvort ráðuneytið þurfi 10 vikur til þess, eða hvort starfsmenn taki 4 vikur í vinnuna og 6 vikur í sumarfrí á þessu 10 vikna tímabili. Því verða aðrir að svara, en ljóst er að starfsfólk sem missti vinnuna vegna ákvörðunarinnar hefur ekki húmor fyrir því ef meirihluti tímabilsins fer í sumarfrí ríkisstarfsmanna.
Meira

Loksins gengur Græni salurinn aftur

Það verður án efa gaman í gömlu góðu Bifröst nú á föstudagskvöldið þegar tónlistarveislan Græni salurinn gengur aftur eftir talsvert langa Covid-pásu. Venju samkvæmt mæta til skrallsins galvaskir heimamenn, sumir aðkomnir en vonandi engir aðframkomnir.
Meira

Júlíveðrið svipað og verið hefur með aðeins fleiri rakadögum og pínu minni hita

Á fund Veðurklúbbs Dalbæjar mættu í gær 27. júní, og spáðu fyrir júlíveðrinu, þau Haukur Haraldsson, Bergur Þór Jónsson, Hörður Kristgeirsson, Magnús Gunnlaugsson, Jón Garðarsson, Guðrún Ágústa Ólafsdóttir, Ásgeir Stefánsson, Sigríður Björk Hafstað, Guðrún Skarphéðinsdóttir, Þorgerður Sveinbjarnardóttir, Sigurlaug Gunnlaugsdóttir, Kristján Loftur Jónsson og Þóra Jóna Finnsdóttir.
Meira

Hofsós Heim - Unga fólkið kurteist og jákvætt á dansleikjum hátíðarinnar

Bæjarhátíðin Hofsós Heim var haldin í sjötta sinn sl. helgi. Að sögn skipuleggjenda gekk hátíðin mjög vel, enda veðrið gott og allir viðburðir vel sóttir.
Meira

Páll Óskar og Bandmenn skemmta á Húnavöku

Það er alltaf stemning fyrir Húnavöku og ekki er líklegt að nokkur breyting verði á því í ár. Það styttist enda í gleðina en Húnavaka verður á Blönduósi dagana 13.-16. júlí og meðal þeirra sem þar stíga á stokk má nefna að Páll Óskar verður með stórdansleik í félagsheimilinu á Blönduósi á föstudagskvöldinu en kvöldið eftir verða það Bandmenn mættir á sama svæðið.
Meira

Lokun á milli Ármúla og Gils

Vegna bilunar í stofnlögn hitaveitu við Melsgil þarf að loka fyrir heita vatnið frá Ármúla að Gili meðan viðgerð stendur yfir.
Meira

Murr hélt upp á 100. leikinn með sigurmarki í Keflavík

Eftir þrjá slæma skelli í síðustu þremur umferðum nældu Stólastúlkur í sætan sigur í Keflavík í kvöld. Leikurinn var bísna fjörugur framan af en eina mark leiksins leit dagsins ljós á 32. mínútu þegar Murr skoraði annað mark sitt í sumar eftir góðan undirbúning Aldísar Maríu. Sigurinn var mikilvægur í ljósi þess að Eyjastúlkur höfðu lagt Selfoss í gras fyrr í dag en sigur Tindastóls þýddi að liðið skaust að nýju upp fyrir ÍBV og er í áttunda sæti Bestu deildarinnar.
Meira