Rúnar Kristjánsson sendir frá sér ljóðabókina „Fjörusprek og Grundargróður“

Kápa bókarinnar.
Kápa bókarinnar.

Nýútkomin er hjá forlaginu Sæmundi á Selfossi ljóðabókin Fjörusprek og Grundargróður eftir Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd. Þetta er níunda bók höfundar og sjöunda kveðskaparbók hans.

Bókin er gefin út sem kilja og er 184 bls. að stærð. Hún er til sölu í bókabúðum um land allt.

Um bókina er ritað eftirfarandi á vefsíðu forlagsins: „Rúnar Kristjánsson er baráttuskáld. Hann yrkir ljóð til þess að vekja athygli á því sem betur má fara og kveikja von í brjósti þeirra sem minna mega sín. Í ljóðunum má finna trúarhita skáldsins, væntumþykju og von um betri og bjartari veröld, en líka illan grun um að maðurinn sé að villast á vegferð sinni. Rúnar er skáld hins hefðbundna ljóðforms. Bragurinn leikur honum á tungu, hin forna list gengur hér einu sinni enn í endurnýjun lífdaga.“

 

/SMH

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir