Álfhildur Leifsdóttir í hópi kennara sem fengu viðurkenningu frá gæðamerkinu eTwinning
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
28.11.2023
kl. 08.15
Á heimasíðu erasmus.is segir að nýverið fór fram evrópsk verðlaunaafhending þar sem tólf íslenskir kennarar hlutu alls þrettán gæðamerki eTwinning. Gæðamerkið heitir eTwinning Quality Label og geta kennarar sótt um fyrir verkefni sín ár hvert. Þá fengu þrír skólar nafnbótina 'eTwinning skóli' og gengu í hóp þrettán skóla hér á landi sem hafa fengið viðurkenninguna. Álfhildur Leifsdóttir hefur verið, frá árninu 2018, eTwinning sendiherra á Íslandi en eTwinning er rafrænt skólasamfélag í Evrópu og var hún ein af þeim kennurum sem fengu viðurkenningu í þetta sinn.
Meira