Álfhildur Leifsdóttir í hópi kennara sem fengu viðurkenningu frá gæðamerkinu eTwinning

Álfhildur Leifsdóttir ásamt börnum. Mynd aðsend.
Álfhildur Leifsdóttir ásamt börnum. Mynd aðsend.

Á heimasíðu erasmus.is segir að nýverið fór fram evrópsk verðlaunaafhending þar sem tólf íslenskir kennarar hlutu alls þrettán gæðamerki eTwinning. Gæðamerkið heitir eTwinning Quality Label og geta kennarar sótt um fyrir verkefni sín ár hvert. Þá fengu þrír skólar nafnbótina 'eTwinning skóli' og gengu í hóp þrettán skóla hér á landi sem hafa fengið viðurkenninguna. Álfhildur Leifsdóttir hefur verið, frá árninu 2018, eTwinning sendiherra á Íslandi en eTwinning er rafrænt skólasamfélag í Evrópu og var hún ein af þeim kennurum sem fengu viðurkenningu í þetta sinn.  

Athöfnin var haldin á Kex Hostel en auk þess voru veitt evrópsk nýsköpunarverðlaun og Evrópumerkið. Verzlunarskóli Íslands hlaut nýsköpunarverðlaunin fyrir „Technology in Education and Every Day Life – The Path to Digital Citizenship“. Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag frá Háskólasetrinu á Vestfjörðum hlaut Evrópumerkið sem veitt er til framúrskarandi tungumálaverkefnis annað hvert ár.

Í tilkynningu sem Álfhildur sendi frá sér um málið þá segir hún... ,,Ég komst því miður ekki til að taka við viðurkenningu fyrir vel unnið verkefni vegna flensu en ég mæli með að taka þátt í eTwinning Evrópuverkefnum, það bæði brýtur upp skólastarfið og stækkar heiminn fyrir nemendum. Verkefnið Dear Europe gekk út á að kynna hefðir í sínu heimalandi og var unnið með kennurum og nemendum frá Svíþjóð, Spáni, Rúmeníu, Tyrklandi og Finnlandi. Mér fannst mínir krakkar flottastir þegar þau áttu að gera myndband með yfirskriftinni "Tell me where you live without telling me where you live" en þá máttu þau ekkert segja heldur gefa vísbendingar um að þau búa á Íslandi. Þau gerðu ýmis myndbrot með snjó og kulda en fyndnast var þegar þau mynduðu fatasnagana á unglingastigi þar sem 66° norður úlpurnar hanga í löngum röðum. Ef einhver kennari hefur áhuga á að komast í sniðug verkefni sem eru ekki tímafrek en stórskemmtileg þá má hafa samband við mig." segir Álfhildur. 

Þessir kennarar hlutu gæðamerki eTwinning:

  • Marc Portal - Europeans by the Sea - Stóru-Vogaskóli
  • Sesselja Guðmundsdóttir - School Permaculture Garden - Ártúnsskóli
  • Ása Dröfn Fox Björnsdóttir - Being a Child in Your Own Country - Skarðshlíðarskóli (vann verkefnið í Selásskóla)
  • Finnur Hrafnsson - Boat Game og European Chain Reaction - Selásskóli
  • Sólveig Sigurvinsdóttir - Game for the Health, Game for the Future - Leikskólinn Furugrund
  • Jónella Sigurjónsdóttir - Boat Game - Selásskóli
  • Patricia Segura Valdes - Learning About My World - Leikskólinn Lækur
  • Guðbjörg Bjarnadóttir - Boat Game - Ingunnarskóli
  • Rósa Harðardóttir - Boat Game - Selásskóli
  • Álfhildur Leifsdóttir - Dear Europe - Árskóli
  • Guðlaug Elísabet Finnsdóttir - Boat Game - Vesturbæjarskóli
  • Sigríður Hallsteinsdóttir - Sailing to Antarctica with Sophie - Selásskóli

Hluti af kennurum sem fengu viðurkenningar

Þessir skólar fengu viðurkenningu sem eTwinning skólar:

  • Grunnskóli Bolungarvíkur
  • Selásskóli
  • Ingunnarskóli

Frá 2021 hafa nú fjórtán skólar fengið viðurkenninguna. Þeir skólar sem hafa fengið hana fá aðgengi að starfsþróunarmöguleikum og ráðstefnum. Grunnskóli Bolungarvíkur og Selásskóli hafa áður hlotið viðurkenninguna. Hér eru aðrir skólar sem hafa hlotið viðurkenninguna.:

Leikskólar: Heilsuleikskólinn Skógarás, Leikskólinn Furugrund og Leikskólinn Holt.

Grunnskólar: Grunnskóli Vestmannaeyja, Hrafnagilsskóli, Brekkubæjarskóli, Grunnskóli Bolungarvíkur, Hamraskóli, Norðlingaskóli, Selásskóli og Setbergsskóli.

Framhaldsskólar: Flensborgarskólinn og Verzlunarskóli Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir