Upplýsingasíðan, Vegir okkar allra, orðin aðgengileg
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
29.11.2023
kl. 11.34
Nú á dögunum var sett í loftið ný upplýsingasíða undir yfirskriftinni Vegir okkar allra en þessi vefur var settur upp af stjórnvöldum til að útskýra hvernig þau ætla að fjármagna vegakerfið sem verður svo innleitt í skrefum á næstu árum. Stjórnvöld stefna að því að aðlaga fjármögnunarkerfið að orkuskiptum og minnkandi notkun jarðefnaeldsneytis með upptöku kílómetragjalds í stað olíu- og bensíngjalda en fjármála- og efnahagsráðherra mælti fyrir nýju frumvarpi á Alþingi um innleiðingu nýs kerfis. Í því er markmiðið að tryggja fjármögnun vegakerfisins til framtíðar og jafnræði í gjaldtöku óháð orkugjafa ökutækja því ljóst er að núverandi kerfi mun renna sitt skeið á enda og tekjur af því munu minnka verulega samhliða orkuskiptum.
Meira