Fréttir

Heimaleikir framundan

Í dag er leikdagur hjá meistaraflokki karla í körfubolta, þegar Haukar sækja Tindastól heim og hefst leikurinn klukkan 19:15. Í síðustu leikjum hefur verið mjótt á munum, framlengingar, svekkjandi töp og meiðsli. Upp upp og áfram Tindastóll. Hægt verður að kaupa hamborgara frá klukkan 18:15.
Meira

Áslaug Arna með opna viðtalstíma í dag í Húnabyggð frá kl. 8:30 og Húnaþingi vestra frá kl. 16:30

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, staðsetur skrifstofu sína í Húnabyggð og Húnaþingi vestra í dag fimmtudaginn 23. nóvember.
Meira

Stóllinn 2023/2024 er kominn út

Nýr árgangur af Stólnum, kynningarblaði körfuknattleiksdeildar Tindastóls, er kominn í dreifingu en það er kkd. Tindastóls og Nýprent sem gefa blaðið út. Starfsfólk Nýprents hafði veg og vanda af efnisöflun og skrifum ásamt nokkrum gestaskrifurum en það er svo Davíð Már Sigurðsson sem á meginpart myndanna í Stólnum.
Meira

Vel heppnað menningarkvöld NFNV

Hið árlega menningarkvöld nemendafélags Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, fór fram í íþróttahúsinu á Sauðárkróki, föstudaginn, 17. nóvember sl. Menningarkvöldið heppnaðist mjög vel en um 200 manns sóttu viðburðinn. Bodypaint keppnin var á sínum stað ásamt tónlistaratriðum en einnig var bryddað upp á nýjungum.
Meira

Blönduósingur sem býr í Grindavík – Helga Ólína Aradóttir og Jón Steinar Sæmundsson

Nú heyrum við Blönduósingnum henni Helgu Ólínu Aradóttur sem er fædd og uppalin á Blönduósi en bjó í 20 ár á Skagaströnd þar sem hún kenndi við Höfðaskóla. Helga og maðurinn hennar, Jón Steinar Sæmundsson verkstjóri hjá Vísi hf., hafa búið saman í Grindavík síðan Helga flutti til hans fyrir sex árum síðan. Jón Steinar hefur hins vegar búið í Grindavík síðan hann var tveggja ára en þau eiga heimili á Litluvöllum sem er ofarlega vestanmegin í bænum.
Meira

Léttitækni, Króksverk og Víðimelsbræður nýir á lista

Á heimasíðu Creditinfo segir að þetta sé í 13 skipti sem unnið er að greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitt Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn. Markviss undirbúningur og þrotlaus vinna liggur að baki framúrskarandi árangri. Vottun Framúrskarandi fyrirtækja er mikilvægur þáttur í markaðssókn þeirra sem vilja efla traust viðskiptavina og samstarfsaðila.
Meira

Tindastóll og Hvöt/Fram á Goðamóti Þórs í 6. flokki kvenna

Um sl. helgi fór fram Goðamót Þórs hjá 6. flokki kvenna í Boganum á Akureyri og sendu bæði Tindastóll og Hvöt/Fram nokkur lið til leiks. Á föstudeginum var hraðmót og spilaðir voru þrír leikir 2*7 mínútur þar sem úrslit leikja sögðu til um í hvaða styrkleikaflokki (A-F) hvert lið spilaði í á laugardeginum. Þá voru einnig spilaðir þrír leikir en hver leikur var 2x10 mínútur og voru svo úrslitaleikir á sunnudeginum þar sem spilað var um sæti.Tindastóll sendi þrjú lið til leiks, Drangey, Málmey og Lundey og Hvöt/Fram sendi tvö lið, lið 1 og lið 2.
Meira

Frábær árangur um helgina

Um sl. helgi fóru fram í Reykjavík fjölliðamót fyrir krakka fædda 2012 (MB11) og sendi Tindastóll eitt stelpulið sem spilaði í Valsheimilinu og tvö strákalið sem spiluðu í Grafarvoginum í bæði Rimaskóla og Dalhúsi. Stelpurnar voru í A-riðli og þar eru spilaðir fimm leikir. Stelpurnar voru í A-riðli og þar eru spilaðir fimm leikir. Þar náðu þær að vinna þrjá leiki af fimm og enduðu í 2. sæti í riðlinum. Fyrir mótið voru tvö lið skráð til leiks en eitthvað fækkaði í hópnum vegna veikinda þegar kom að mótinu en þá komu stelpurnar úr Val til hjálpar og var spilað með blandað lið frá Tindastól og Val sem b-lið. Stelpurnar hafa bætt sig mjög mikið, bæði sem einstaklingar og sem lið, og eru að uppskera eftir því. Flottar stelpur þarna á ferðinni.
Meira

Heitavatnslaust miðvikudaginn 22. nóvember

Heitavatnslaust út að austan á morgun miðvikudag 22. nóv.
Meira

Gul veðurviðvörun í gildi frá kl. 21 í kvöld til kl. 14 á morgun

Síðustu daga og vikur hefur verið ágætis veður á Norðurlandi vestra þó sumir dagar hafi verið frekar kaldir. Í kvöld, 20. nóvember, á hins vegar að bæta í vindinn og er gul veðurviðvörun í gildi á svæðinu frá kl. 21:00 til kl. 14:00 á morgun, 21. nóvember. Á vedur.is segir; sunnan hvassviðri eða stormur, 18-23 m/s. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, yfir 30 m/s, einkum austantil. Aðstæður geta verið varhugaverðar fyrir vegfarendur með aftanívagna eða á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum.
Meira