Jónsmessuhátíð FHS í Árgarði

Augýsing sem fór í Sjónhornið.
Augýsing sem fór í Sjónhornið.

Hin árlega Jónsmessuhátíð Félags harmonikuunnenda í Skagafirð verður haldin um helgina í félagsheimilinu Árgarði og byrjar fjörið á dansleik í kvöld kl. 20:00. Hljómsveit félagsins, Norðlensku molarnir, spila fyrir dansi bæði í kvöld og á morgun, laugardag, ásamt gestahljómsveitum.

Á morgun verður glæsileg skemmtidagskrá frá kl. 13:30 þar sem boðið veður upp á harmonikuspil og söng og gamanmál. Sameiginlegt grill verður kl. 17:00, happdrætti kl. 19:00 og svo byrjar dansiballið kl. 20:00 og stendur til miðnættis. Aðgangseyrir fyrir allan pakkann er kr. 8000 (tvö böll og skemmtun) Stakt ball er kr. 4000 og skemmtun kr. 3000.  

Miðasalan opnar núna í dag kl. 16:00. Gisting á tjaldsvæðið er greidd sér. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir