Húnaþing vestra leitar eftir nýjum sviðsstjóra umhverfis-, veitu- og framkvæmdasviðs
Húnaþing vestra leitar að öflugum og drífandi leiðtoga til að leiða umhverfis-, veitu- og framkvæmdasvið sveitarfélagsins. Meginverkefni sviðsins eru nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni á vegum sveitarfélagsins, rekstur og viðhald veitukerfa, umhverfis- og hreinlætismál, umsjón með fasteignum í eigu þess ásamt reksturs þjónustumiðstöðvar. Sviðsstjóri heyrir beint undir sveitarstjóra og situr í framkvæmdaráði sveitarfélagsins.
Á heimasíðu Húnaþings vestra segir að um fullt starf sé að ræða með starfsstöð í ráðhúsi Húnaþings vestra á Hvammstanga. Ítarlegar upplýsingar um helstu verkefni og ábyrgð sviðsstjórams auk menntunar- og hæfniskrafna má finna hér >
Umsóknarfrestur er til og með 15. júlí 2024. Nánari upplýsingar veita Helga Birna Jónsdóttir (helga@intellecta.is) og Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 511 1225.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.