HIP Fest brúðuleikhúshátíðin hafin á Hvammstanga
HIP Festival fór í gang á Hvammstanga í hádeginu og var fyrsti dagskrárliðurinn Brúðuhádegi með Merlin brúðuleikhúsinu. Nú undir kvöld fer dagskráin síðan á fullt með fjölmörgum viðburðum en setningarathöfn hátíðarinnar verður í Félagsheimilinu Hvammstanga kl. 20:30 í kvöld.
Nú kl. 18:00 sýnir hið danska Sofie Krog Theatre verkið Diva í Stúdíó Handbendi ... og kl. 19:00 verður Pop-up Bíóhúsbíll við félagsheimilið en hann starfrækir Handmade Puppet Dreams frá Bandaríkjunum. Í félagsheimilinu kynna börn úr héraði smáleikhúsinu sín kl. 19:30 sem þau hafa unnið að með Handbendi. Á sama tíma verður sýnd Pop-up örsýningin Skuggadraumar sem Bonnie Kim kemur með frá Havaí.
Þá er komið að formlegri opnun hátíðarinnar en í kjölfarið verður á sama stað sýnt verkið Manual sem Coriolis frá Úrúgvæ setur upp. Klukkan tíu í kvöld verður listamannaspjall með Claudine Rivest og Gretu Clough sem stendur að HIP Festival og er heimakona á Hvammstanga.
Mínútu fyrir miðnætti sýnir Silent Tide frá Bretlandi verkið Fjörgamli maðurinn með vængina stóru við Meleyrarhúsið.
Svo heldur dagskráin áfram á morgun og á sunnudag en hana má finna á heimasíðu HIP Festival >
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.